Enn og aftur, - það er vitlaust gefið.

Þegar farið er ofan í saumana á kjarasamningnum, er talað að um laun hækki um 30.000 kr.  Af þessari upphæð fer um helmingur í skatta, - til ríkisins. 

Sveitarfélögin, sem eru að berjast í bökkum fjárhagslega, þurfa því að rétta ríkinu u.m.þ.b. helminginn af þessari hækkun til starfsmanna sinna.   

Síðan kemur embættismannakerfið og heimtar að sveitarstjórnarmenn sýni ábyrgð í rekstri.  Hverslags rugl er þetta?

Ýtrekað hefur verið bent á að skattakerfið er meingallað.  Það er vitlaust gefið.  Tekjuskipting sveitarfélaga og ríkis eru í tómu rugli.  Sérstaklega er þetta brogað á landsbyggðinni.  Þökk sé landsbyggðarþingmönnum allra flokka.

Það er ekki eðlilegt að meirihluti tekna sem aflað er í sveitarfélagi renni úr greipum heimamanna.  Kerfið verður að vera þannig, til að jafnræðis sé gætt, að allar tekjur verði eftir í því sveitarfélagi sem teknanna er aflað og síðan greiði hvert sveitarfélag til ríkisins sömu krónutölu miðað við höfðatölu óháð aldri íbúa þess.

Alþingi á að fara með löggjafavaldið og framkvæmdavaldið á að flytjast í auknu mæli til sveitarfélaga.

Á meðan þessi ójöfnuður er við líði, næst enginn vitræn niðurstaða í jafnvægi um byggð landsins og fólksflótti heldur áfram á suðvesturhornið og öðrum sveitarfélögum blæðir til ólífis. 


mbl.is Ekki búinn að gefa upp von
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband