Ný fjallvegaviðmið, - upphafið að jarðgangaæði?

Nú hafa menn sett ný viðmið í því hvað kallast eigi fjallvegir á Íslandi. Til hamingju Ísland.

Með því að samþykkja að grafa göng undir Vaðlaheiðina, sem ætlað er að leysa af hólmi þann gríðarlega farartálma norðlendinga, - Víkurskarð, eru ný viðmið sett um hvað skal flokkast sem fjallvegur.  Víkurskarð er um 325 metrum yfir sjó.  Ætla má að hér eftir skulu göng grafin, ef fjallvegurinn er 325 metrum  yfir sjó eða meira. 

Ekki trúi ég öðru en að þetta gildi utan Eyjafjarðasvæðisins einnig.  Á Austurlandi lítum við björtum augum til framtíðarinnar. 

Ný göng milli Vopnafjarðar og Héraðs, Seyðisfjarðar og Héraðs, göng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, ein milli Eskifjarðar og Héraðs, milli Djúpavogs og Héraðs og undir Lónsheiðina. 

Veit ekki alveg hvernig menn ætla að tækla göng frá Jökuldal alla lelið í Lauga í Þineyjarsýslu því öll fjöllin eru yfir þessum nýjum viðmiðunum sem sett hafa verið.

Hins vegar er maður hugsi yfir skollalleiknum í kringum þessa sérstöku framkvæmd.  Ríkið á 51% á móti 49% annarra, en megnið af fjármagninu kemur frá ríkinu, - samt er þetta einkaframkvæmd.

Þetta er svo sem ekkert neitt nýtt módel.  Svipað sást þegar bankarnir voru keyptir og önnur opinber fyrirtæki.  Nokkrir kaupa og græða, flytja fjármuni úr verkefninu, en;  - almenningur borgar!

 


mbl.is Fjármögnun ganga tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband