Er ekki málið að leggja embættið af?

Svona ríkisrekið kóngabatterí er löngu útelt fyrirbæri.  Þar er verið að hygla einni ætt fram yfir aðrar og mismuna. 

Þeir útvöldu þurfa þar af leiðandi ekkert fyrir lífinu að hafa, nema haga sér skikkanlega og vera ekki að gramsa í mellum, a.m.k. ekki á almanna færi.
mbl.is Sænsk blöð krefjast afsagnar konungs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Hvern djöfulinn kemur það almenningi við hvernig kynlífsheimur kóngsins er hverju sinni? Má manngreyið ekki hafa sitt einkalíf í friði? Væri ekki nær að skipa rannsóknarnefnd til að kanna kynlífsvirkni drottningarinnar? Það er nú svo einfalt með mannskepnuna að ef hún fær ekki að éta heima hjá sér, étur hún bara annars staðar og sama gildir um allar aðrar frumhvatir, ef þeim er ekki fullnægt heima fyrir, er þeim einfaldlega fullnægt annars staðar. Skv. þarfapýramída Maslows ganga frumþarfir mannsins fyrir öðru í ákveðinni röð og skiptir þá álit almennings engu máli, hvorki hjá kóngum, drottningum eða öðrum mannverum.

corvus corax, 1.6.2011 kl. 09:21

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Fá hrafnar það nokkuð nema einusinni á ári? Fyrstur kemur fyrstur fær!

Skil vel að þessi bloggfærsla valdi uppnámi í þeirra röðum.

Benedikt V. Warén, 1.6.2011 kl. 09:52

3 Smámynd: Che

Mér er nokkuð sama um hvort kóngurinn hafi tekið þátt í nektarpartíi eða kynsvallveizlum, ég álasa honum ekkert fyrir það. Ég hefði gert það sama. Það að Carl Gustav hafi sýnt á sér mannlega hlið (gert ýmislegt sem hinn almenni Svíi stundar reglulega), er ein og sér engin ástæða til að krefjast afsagnar. Það er hræsni. Og alls ekki til þess eins að koma ríkiserfingjanum að.

Það er yfirleitt álitið jákvætt þegar svona konungafólk kemur niður úr fílabeinsturnunum og sýna að það er bara manneskjur sem við slysni fæddust með gullskeið í munni. Vinsældir konungsfjölskyldna aukast oft við þannig atburði (sbr. þegar Beatrix fór að tala við fólk á götunni í Amsterdam að fyrra bragði). Edward VIII var virtur fyrir að segja af sér, en það getur verið að Bretar voru bara fegnir að losna við hann vegna samúðar hans með Adolfi frænda.

Annars ætluðu Svíar að leggja niður konungsveldið fyrir nokkrum áratugum síðan. Það var nokkrum árum eftir að Carl Gustav settist í hásætið. Ástæðan var að konungurinn var álitinn vera greindarskertur. En í ljós kom að hann var illa lesblindur. Svo hættu þeir við eftir að hann kvæntist Silvyu, sem hækkaði meðalgreindarvísitöluna verulega að áliti almennings.

Þannig að kröfur um afsögn koma og fara þar í landi, en því er ekki að neita, að konungsveldið þar mun ekki vara eins lengi og í Danmörku og Bretlandi, þar eð Danir og Bretar eru mikið íhaldssamari.

Hins vegar er ég og hef alltaf verið á móti því að halda uppi konungsfjölskyldum á kostnað skattgreiðenda, sama hvaða ríki á í hlut. Konungar eða drottningar sem þjóðhöfðingjar er tímaskekkja. Það þyrfti að endurskoða þörfina á því að hafa þá stofnun sem heitir konungsveldi, þar eð konungurinn eða drottningin í evrópskum löndum hafa hvort eð er mjög takmarkaða pólítíska þýðingu og eru mjög dýr í rekstri. Þannig er ég sammála bæði Corvux og Benedikt. Það er ekkert náttúrulögmál að það megi ekki leggja niður þessa stofnun (konungsfjölskyldur), enda eru þetta bara venjulegar manneskjur, sem elska munaðinn og iðjuleysið, en hata ófrelsið sem fylgir því. Þar er Carl Gustav engin undantekning.

Flestir embættismenn og aðrir royalistar álíta að þegar krónprins eða krónprinsessa giftist almennum borgurum (hvað þá einstæðum foreldrum, OMG), þá hætti konungsveldið að hafa nokkra þýðingu, sbr. Noreg. Þetta er hverju orði sannara. Ekki ólíkt því að kynlíf kaþólskra presta, nunna og munka grefur undan tilvistarrétti kirkjunnar.

Þeir sem aðhyllast konungsveldi og segjast gera það út frá ísköldu hagsmunamati segja að konungsfjölskylda skapi stöðugleika og komi í veg fyrir valdarán, og benda í þessu sambandi á Juan Carlos. En þessi rök halda ekki vatni frekar en önnur, því að Konstantín hjálpaði herforingjastjórninni til valda og var svo fyrstur til að flýja land með sinni fjölskyldu eins og algjör bleyða. Auk þess útnefna valdaræningjar/einræðisherrar stundum sjálfa sig sem konunga (eða keisara). Konungar og drottningar Evrópulanda í dag eru valdalaus svo að þau geta engan veginn haft afgerandi áhrif á meiriháttar þjóðfélagslegar umbyltingar. Og sagan hefur sýnt, að jafnvel einvaldir konungar eins og Louis XIV geta orðið fallaxarmatur á svipstundu eða um leið og alþýðan verður edrú.

Sömu sögu er að segja um keisara, sem annað hvort ekki réðu við neitt: Nikolai II, Wilhelm II, Reza Pahlavi eða sem tóku þátt í að skapa hörmungar og styrjaldir, eins og Hirohito og Napoleon Bonaparte. Allir þessir keisarar sem annað hvort gátu ekki eða vildu ekki koma í veg fyrir borgarastyrjaldir eða valdarán, hafa lent á öskuhaugum sögunnar.

Che, 1.6.2011 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband