Flugvélin F8 + GM / Heinkel HE111 H5

Flugvélin F8 + GM / Heinkel HE111 H5 er vélin sem fórst á Valahjalla við Reyðarfjörð og með henni fjórir þýskir hermenn.  Minningaskjöldur er kominn upp og var afhjúpaður 22 maí sl.

Eftir fyrra stríð var þjóðverjum bannað að hanna og framleiða stríðstól eða nokkur þau tæki sem nýttust í hernaði.  Heinkel HE 111 var hönnuð sem tíu manna farþegaflugvél fyrir Lufthansa.  Vélin þótti allgóð, hrekklaus og með góða flugeiginleika.  Hún hentaði vel í Spánarstríðinu, en þótti hægfleyg og þunglamaleg í seinni heimstyrjöldinni.

Á upphaflegri útgáfu flugvélarinnar var trjónan hefðbundin.  Herútgáfan er þannig, að gluggar voru auknir verulega og sett á hana svokallað “gróðurhús” til þess að auka útsýnið og nýta fremsta hlutann fyrir vélbyssu fram úr, en ekki síst fyrir þann sem stjórnaði losum á sprengjum.  Til þess var notaður sérstæður kíkir, sambyggðum einskonar reiknistokk, til að reikna út hvar sprengjur mundu lenda miðað við flughæð vélarinnar og hraða. 

Þessi Heinkel HE 111 var með einn flugmann.  Sæti aðstoðarflugmanns var fjarlægt til að bæta aðgengi skyttunnar að trjónunni.


http://www.richard-seaman.com/Aircraft/AirShows/Frederick2000/He111/index.html#Banking

Almennar upplýsingar:
Tegund: Heinkel HE111 H5
Framleiðslunúmer: 3900
Framleiðsluár: 1941
Einkennisstafir: F8 + GM
Mótor: Tveir Bulluhreyflar teg. Jomo-211F V12 mótorar 1350 Hp
Hámarkshraði: 435 km (235Kt)
Hámarks flugtaks þyngd (MTOW): 14000kg
Vænghaf: 22,50 m
Lengd: 16,40 m
Hæð: 3.40 m
Áhöfn: 4 - 5
Fyrstaflug: 17.11.1934
Framleiðslutímabil: 1936-1944
Framleiddar: 6.508 (7536)
Afbrigði: Casa 2.111 framleidd á Spáni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband