Já.... - Menn geta ennþá leikið sér.

Það er ljóst að hjá sumum í þjóðfélaginu er enn 2007 á dagatalinu.  Það er verið að draga saman úti í samfélaginu, hagræða og segja upp fólki í heilsugeiranum.

Í þessum geira þarf hins vegar ekki að spara.  Það er hins vegar morgunljóst að innkoman verður aldrei það mikil að ekki þurfi að borga hátt í milljarð á ári, til að geta rekið þennan "glamour". 

Til þess að það sé hægt þarf að kafa í vasa skattborganna, ekki bara í höfuðborginni, heldur allra landsmanna.  Þá skiptir ekki máli hvort vægið er jafnt að aðgenginu, einungis að vægið sé jafnt þegar komið er að því að kjósa til Alþingis.

Svona er nú margt skrítið í innantómum kýrhausum við höfnina.
mbl.is 600 tonnum af stálsteypukubbum skipt út í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Uss Pelli, hefurðu ekki fylgst með hvað þeim gengur vel með Hof á Akureyri?  Allt framar björtustu vonum. 

Magnús Sigurðsson, 30.12.2010 kl. 09:58

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Já, - maður minn Magnús. 

Endalausar góðar fréttir af svæðinu, enda starfstöðvar RUV og Mbl á svæðinu.  Segjum svo að útstöðvar fjöðmiðlanna hafi ekki eitthvað að segja. 

Einu slæmufréttirnar eru um ófærð á Víkursskarði, enda þarf að leggja inn ríka þörf og afsökun fyrir jarðgöngum. 

Mannstu ekki hitt leikritið um flugvöllinn?

Benedikt V. Warén, 30.12.2010 kl. 10:43

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Áttu við Rússnesku flugvélina sem tók á loft í áföngum?...... og hefur ekkert til hennar spurst síðan?

Magnús Sigurðsson, 30.12.2010 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband