23.9.2021 | 18:58
Er RÚV með augnleppa gagnvart Samfylkingunni?
Nú er frambjóðandi Samfylkingarinnar kominn á þunnan, hálan ís. Það vekur athygli hve hljótt er á göngum RÚV um fjármál Kristrúnu Frostadóttur.
Öðru vísi áður brá hjá RÚV, þegar framsóknarmenn máttu ekki ganga fyrir húshorn án þess að samsæriskenningar voru komnar á flug hjá RÚV. Allt sem miður fór í samfélaginu var framsóknarmennska og þar gilti einu hvort það var í fréttatíma, umræðuþætti eða skemmtiþætti.
Nú er öldin önnur og Miðflokkurinn hefur tekið við þessum eitraða kaleik RÚV, sem gerir það sem í þeirra valdi stendur að hunsa Miðflokkinn og og formann hans.
Þetta er sérkennileg hlið á óháðri umfjöllun.
![]() |
Sagði að Kristrún myndi svara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.9.2021 kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2021 | 17:02
Þolir heilbrigðiskerfið meiri afskipti Vinstri Grænna?
Heilbrigðiskerfið er búið að vera á forræði Vinstri grænna síðasta kjörtímabil. Hver og einn getur svarað fyrir sig hvernig til hefur tekist. Meirihlutinn hefur þá sögu að flest hafi þar farið hressilega úrskeiðis á vakt núverandi heilbrigðisráðherra Vinstri Grænna.
Katrín Jakobsdóttir skorar nú á landsmenn að framlengja umboð sitt og síns flokks, til að vinna betur í heilbrigðismálum þjóðarinnar.
Er hún að tala um að það þurfi lengri tíma til að rústa heilbrigðismálunum endanlega?
Maður spyr sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.9.2021 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)