Kristján Þór Júlíusson vafrar líka í Austfjarðaþokunni.

Í aðdraganda alþingiskonsinganna 2006 hélt Kristján Þór Júlíusson úti heimasíðu og þar kom fram aldeilis metnaðarfull greining hans á samgöngumálum kjördæmisins og vel að merkja, flestir vita að kjördæmið nær frá Lónsheiði á Austurlandi að Tröllaskaga á Norðurlandi.  

Samgöngumál
Ég tel bráðnauðsynlegt að halda áfram að bæta samgöngur innan kjördæmisins og ekki síður milli þess og annarra landshluta. Hér bíða fjölmörg brýn verkefni sem ég mun fjalla sérstaklega um annars staðar hér á vefsíðu minni en margir munu kannast við baráttu mína fyrir hálendisvegi milli Akureyrar og Reykjavíkur, Vaðlaheiðargöngum og flugsamgöngum milli Akureyrar og Reykjavíkur og fyrir beinu flugi til útlanda frá Akureyri
.  

Eftir nokkur skeyti okkar í milli á netinu hvarf þessi kafli, er K.Þ.J. varð það ljóst að kjördæmið náði örlítið út fyrir Eyjafjarðasvæðið.  Rétt er að vekja athygli á því að K.Þ.J. tók sérstaklega fram bættar samgöngur.  Ekki var hægt að skilja að í því fælist að lengja leiðir, heldur þvert á móti, að bættar samgöngur og stytting væri keppikeflið, - eða átti K.Þ.J. eingöngu við samgöngur til og frá Akureyri.  

Það vakti ekki síður furðu, þegar Kristján Þór opinberar skoðun sína á fundi í Fjarðabyggð, haustið 2010, að heppilegt væri að færa Þjóðveg eitt á Austurlandi um firði með tilheyrandi veglengingu.  Illa rímaði það við að bæta og stytta leiðir.  Í þessu tilfelli hefði verið nær að fjalla um að færa Þjóðveg eitt í fyllingu tímans, þannig að hann mundi liggja um Öxi og stytta þar með hringveginn umtalsvert. 

En þessar nýju áherslur K.Þ.J. gefa tilefni um að athuga legu Þjóðvegar eitt í víðara samhengi.  Á t.d. með bættum samgöngum út Eyjafjörð, að færa Þjóðveg eitt þannig að hann verði skilgreindur um Siglufjörð, en ekki um Öxnadalsheiði, sem þó liggur nokkrum metrum hærra en vegur um Öxi og liggur þar að auki hjá garði nokkurra stórra bæjarfélaga á Tröllaskaganum

Verður ekki að vera samræmi í hlutunum ágæti ráðherra Kristján Þór Júlíusson?


mbl.is Framsóknarmenn ósáttir með ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egilsstaðaflugvöllur. Svikið loforð Framsóknarflokksins.

AUSTURFRÉTT:

Viðspyrna fyrir Austurland

Höfundur: Sigurður Ingi Jóhannsson, • Skrifað: 05. maí 2020.

Ríkisstjórnin kynnti nýverið annan áfanga efnahagsaðgerða sinna undir yfirskriftinni „Viðspyrna fyrir Ísland“. Í fyrsta áfanga fyrir um mánuði síðan voru kynntar miklar fjárfestingar í samgöngum og byggðamálum til að vinna gegn samdrætti. Mikill einhugur er um að bregðast hratt við þeim usla sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur valdið um allan heim. Áskorunin er tvíþætt, annars vegar hefur innlend eftirspurn dregist saman og hins vegar er algert frost í ferðaþjónustu á heimsvísu

........

og áfram heldur Sigurður:

........

Gerðar verða nauðsynlegar endurbætur á Egilsstaðaflugvelli til að tryggja flugöryggi á Íslandi, efla varaflugvallarhlutverkið og auka virði og getu til aukinna umsvifa. Á Egilsstöðum verður hægt að taka á móti stærri og fleiri flugvélum sem gæti skapað atvinnu.


........

Var að glugga í fjárlagarumvarpið, sem er nú í vinnslu á Alþingi, ekki finn ég neitt sem byggir undir það sem Sigurður var að fjalla um og verður athyglivert hvort eitthvað rekur á fjörur hans til að hann hafi einhverja innistæðu fyrir digurbarkalegum yfirlýsingum þegar hann ríður um héröð Austurlands


Bloggfærslur 7. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband