Færsluflokkur: Spaugilegt
20.6.2025 | 08:56
Press nine for Iclandic
Um daginn þegar við hjónin vorum að undirbúa ferð utan til Noregs, þurfti að hringja í nokkra staði, sem seldu gistingu. Það að hringja er vegna þess að persónuleg samskipti eru okkur meira að skapi en ópersónuleg Booking samskipti á erlendu máli.
Það vantaði ekki að við fengum átakalítið samband við talvél, sem kynnti staðinn sem hringt var í og allt í fína með það, - allt á skýrri íslensku. Þá var boðið upp á að þrýsta á númer til að fá valdar deildir til að leysa málin. Sú upptalning endaði á veljið níu fyrir ensku.
Þá valdi maður númer, sem kynnt var til sögunnar um upplýsingar, - ekki níu.
How can I help you?
Obbbobb.... ég taldi mig hafa valið íslensku og byrjaði spurningu mína á því máli.
Sorry, I only speak English
Þar sem þetta var oftar en ekki framvindan frá hringingu til lausnar, legg ég til að allir, sem ekki geta staðið undir því að vera með Íslensku sem aðalmál í símaafgreiðslu sinni, romsi öllu upp á ensku og endi síðan og fullkomni undirlægjuhátt sinn:
Press nine for Icelandic
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2025 | 11:07
Adam á evuklæðunum?
Alltaf vaknar maður upp í nýjum heimi með nýjan veruleika.
Maður sofnar í heimi þar sem Adam kom fram á "adamsklæðunum" og Eva á "evuklæðunum" og vaknar í nýjum heimi þar sem þau hafa víxlað klæðum.
En tæknin gefur vissulega færi á því, þó fréttin sé ekki helguð þeirri aðgerð.
Þessi frétt fellur frekar í hólf vaxandi hraðfrétta, sem eru ekki yfirlesin áður en þær er birtar.
![]() |
Á adamsklæðum í hundruðum líkamsleita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2025 | 09:09
Allt meira í Ameríku?
Bandaríski leikarinn Jeremy Renner"missti tæplega sex lítra af blóði" segir í frétt mbl.is.
Á Vísindavefnum má hinsvegar finna eftirfarandi. "Í líkama fullorðins einstaklings eru um 5 lítrar af blóði."
Hefur þessi mismunur eitthvað með tolla Trumps að gera? Ja maður spyr sig.
![]() |
Skrifar um daginn sem hann lést |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2025 | 20:19
Tímabært að stoppa rafbílavælurnar.
Orkuskiptin eru í uppnámi vegna þvermóðsku VinstriGrænna, enda dottnir út af þingi m.a. að stuðla orkusvelti samhliða orkuskiptum. Galin fyrring og skortur á heilbrigðri hugsun.
Heyrst hefur, að sumstaðar þar sem eru hleðslustöðvar í boði, fari dísel rafstöðvar í gang baka til, þega álagið er mikið og of margir örbylgjuofnar á hjólum eru settir í samband.
Rétt er að stoppa allan innflutning á rafbílum þar til næg orka verður í boði til að hlaða rafbíla, svo ekki þurfi að keyra fiskvinnslu á innfluttri olíu eða skammta raforku til heimilsnota.
![]() |
Allar nýjar vatnsaflsvirkjanir í uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2022 | 16:18
Mismunandi túlkun lýðræðisins
Á dögunum fór fram kosning í herteknu héröðunum í Úkraínu. Þar sem Ígor var í garði sínum að taka upp kartöflur, ruddust inn á hann fimm hermenn, gráir fyrir járnum og foringinn rétti Ígor lokað umslag.
- Þú átt að kjósa núna, sagði foringinn höstugur og skrifa nafnið þitt til staðfestingar á umslagið.
Ígor tók við umslaginu og penna úr hendi foringjans. Ígor velti umslaginu fyrir sér, kafaði í buxnavasann, sótti kutann sinn og ætlaði að opna umslagið.
- Hvern fjárann ertu að gera? frussaði foringinn út úr sér.
- Ég ætlaði bara að sjá hvað ég væri að kjósa, stundi Ígor vandræðalega og mændi upp á foringjann.
- Ertu vitlaus maður, rumdi í foringja hópsins þetta er leynileg kosning.
13.10.2021 | 15:32
Gengur ristvél fyrir bensíni eða díselolíu?
Ég á hins vegar tæki sem notar rafmagn og nefnist brauðrist.
Ristvél er eitthvað sem mér er hulið hvað er.
![]() |
Sætkartöflusnakkið sem krakkarnir elska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.5.2021 | 18:47
Veit vinstri hönd ASÍ ekki hvað hægri hönd ASÍ er að gera
Bjarg íbúðafélag og IKEA í samstarf um hagkvæmar íbúðir
Bjarg íbúðafélag og IKEA hafa gert samkomulag um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu fellst að Bjarg mun leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma.
Hvað með félaga innan vébanda ASÍ, sem eru að vinna við að smíða innréttingar í íbúðir?
Er í lagi að sniðganga vinnustað þeirra?
Hvað er PLAY að gera öðruvísi en ASÍ?
![]() |
ASÍ hvetur fólk til að sniðganga Play |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 21.5.2021 kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.10.2020 | 21:36
Máni Snær Þorláksson blaðamaður DV....
....notar í umfjöllun sinni samsetta mynd þar sem Covid-19 veirunni er smellt inn á myndina.
Að mínu mati er alls óviðeigandi að stilla Covidveirunni ávallt sem næst eða yfir Austurlandi á þessari skýringarmynd, sem jafnan fylgir fréttaflutningi af óværunni.
Austurland hefur verið lang minnst þjakað af veirunni og langtímum saman alveg frí við hana og því ómaklegt að stilla þessu þannig upp að svo virðist sem þar sé allt vaðandi í Covid 19.
Einfaldar sálir eins og ég, setja þetta klárlega í það samhengi.
Kveðja
Spaugilegt | Breytt 4.10.2020 kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2020 | 09:00
Stund milli stríða
Það var háflóð á Djúpavogi þegar formenn framboðanna gengu niður á bryggju. Þeir voru að rétta aðeins úr sér eftir langa setu í meirihlutaviðræðum. Þegar þeir komu niður á bryggju varð öðrum mál að pissa. Auðvita varð hinum mál líka. Það var fleira langt í lífi kappanna, en fundarsetan ein.
Þar sem þeir standa sperrtir á bryggjukantinum segir landkrabbinn.
Ekki oft sem ég hef migið í saltan sjó
Það er annað með mig svarar sá sigldi
Mikið djöfulli er sjórinn kaldur
Og botninn hrjúfur svaraði sá sigldi um hæl.