25.2.2008 | 23:31
Villarexia nervosa.
Einkenni sjúkdómsins er:
 Minnistap, sem maður veldur sjálfur með því að sniðganga minnismiða sem maður skrifar sjálfur og/eða aðrir færa manni.
 Mikil hræðsla við að missa völd og tapa vinsældum.
 Sterk þráhyggj- og áráttueinkenni.
 Árátta í að halda einhverju fram, þó allir viti að það sé ekki sannleikanum samkvæmt.
 Að sniðganga leikreglur og fara alls ekki eftir eigin ráðleggingum til annara, um að segja af sér embætti.
 Ásókn í óhæfilega litla sjórnmálaflokka til meirhlutamyndunar, sama hvað það kostar.
Hvers vegna fá menn Villarexia nervosa?
Ekki er nákvæmleg vitað hvað orsakar Villarexia nervosa. Margt virðist hafa þar áhrif og þetta er þó mest tengt íslenskum pólitíkusum og bundið við framapot þeirra.
Hvernig er að vera með Villarexia nervosa?
 Maður fær völd og áhrif á heilann og alltaf er verið að bollaleggja hve lítið megi útaf bera til að verða áhrifalaus.
 Sífelldur ótti um svik samflokksmanna sinna.
 Maður einangrar sig frá samstarfsmönnum og samþykkir hvað sem er, - án samráðs við þá.
 Magaverkir og hægðartregða gera vart við sig.
Hvað er til ráða?
 Segðu einhverjum vini frá líðan þinni, - ef þú átt einhvern.
 Gerðu eitthvað skapandi, opnaðu t.d. munnin - án þess að ljúga.
 Ekki einangra þig í flokkherberginu og sittu sem fastast, - þó allir hinir gangi út.
 Hafðu samband við aðra sem hafa sama sjúkdóm, - ef þú finnur einhvern slíkan.
 Fylgdu eingum ráðum um að segja af þér embætti, - hunsaðu það ákveðið.
Ef þessi ráð dugar ekki til að ná aftur borgarstjórastólnum, þá er enn laus stóll Sveitastjórans á Borgarfirði-Eystra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 21:37
Kárahnjúkar björguðu sunnlendingum.
Ef Kárahnjúkavirkjun hefði ekki verið komin í gagnið þegar bilun varð í spennivirki Sultartangavirkjunar, hefði orðið viðvarandi leiðindi á raforkukerfi landsmanna með tilheyrandi leiðindum sem fylgir skömmtun á rafmagni.
Það má því segja að Kárahnjúkavirkjun hafi bjargað sunnlendingu frá leiðindum vegna þessarar bilunar, þar er mesta þörfin fyrir rafmagn.
Fátt er svo með öllu illt að............
Svo í lokin legg ég til að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og Egilsstaðaflugvöllur verði lengdur í 2700 metra.
![]() |
Sultartangavirkjun framleiðir rafmagn á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2008 | 16:21
Nýtt áklæði í borgarstjórastólinn...
Það vantaði bara í sameiginlega stuðningsyfirlýsingu, að "gönguhópurinn" lofi að gera það ekki aftur, þ.e. að fara ekki aftur til Geirs Haarde og klaga Vilhjálm.
![]() |
Ákvörðun síðar um borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 09:24
Jarðgöng milli Héraðs og Vopnafjarðar!
Nú hafa göngin milli Reyðar- og Fáskrúðsfjarðar sannað ágæti sitt og það hafa göngin undir Almannaskarð einnig gert. Það er því tímabært að fara fara að vinna að fullum þunga við undirbúning að jarðgöngum til Vopnafjarðar og hefja framkvæmdir eins fljótt og við verður komið.
Svæðið, sem nyti góðs af þessari framkvæmd, nær a.m.k til Þórshafnar og er mjög brýnt að fara í þetta verkefni til að rjúfa vetrareinangrun Þórshafnar, Bakkafjarðar og Vopnafjarðar. Það kann að vera að einhver önnur göng hér eystra hafi örlítið betri arðsemi, en á það ber að líta, að ítrekað hefur verið ályktað um þessa framkvæmd m.a. hjá SSA, um að rjúfa vetrareinangrun norðan Smjörvatnsheiðar.
Íbúar á þessu svæði er í ríkara mæli að uppgötva kostina við að sækja aðföng og þjónustu á Mið-Austurland, eftir talsverðar endurbætur á veginum frá Vopnafirði til Þórshafnar og yfir Hellisheiðina, sem áttu sér stað fyrir nokkrum árum. Það er landfræðilega styttra frá Þórshöfn til Egilsstaða en frá Þórshöfn til Akureyrar, bæði hvað varðar beina loftlínu og eftir vegakerfinu.
Samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar eru 163 km frá Þórshöfn til Egilsstaða (Hellisheiði, Sandvíkurheiði) á meðan það eru 231 km frá Þórshöfn til Akureyrar miðað við að fara Vaðlaheiðina, Tjörnesið og Öxarfjarðaheiði. Þar munar 68 km aðra leiðina. Einhverjar styttingar eru mögulegar, en það gildir einnig um leiðina til Egilsstaða. Loftlínan frá Þórshöfn til Akureyrar er um 139 km á meðan hún er um 112 km til Egilsstða. Hér munar um 27 km aðra leiðina. Það er þar með ljóst, að þetta svæði hefur meiri samleið með Mið-Austurlandi, en Akureyri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2008 | 15:22
Það er fleira en hávaðinn sem hækkar blóðþrýstinginn…….
Hugsunin ein um að byggja álver við Bakka á Húsavík hækkar þrýstinginn svo um munar, svo ekki sé minnst á þau ósköp að láta sér detta í hug að reisa heila olíuhreinsistöð fyrir vestan. Úllallalla!!
Ja, það má nú segja - margt er mannana bölið.
![]() |
Hækkaður blóðþrýstingur í nábýli við flugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2008 | 13:19
Of eða van.
Í Reykjavík vilja menn leggja af flugvöllinn í Vatnsmýrinni til að byggja á og þétta byggð, en geta svo ekki með nokkru móti áttað sig á mikilvægi þess að auka nýtingu á húsnæði við Laugaveginn. Þar vill sami hópurinn friða löngu úrelt og ónýt hús.
Er ekki kominn tími til að sameina öll sveitarfélögin á stór-Reykjavíkursvæðinu og reyna að fara vinna heildstætt í skipulagsmálum, öllum til hagsbóta. Koma þessu smá-kongaveldi fyrir kattarnef og koma Vatnsmýrinn í upprunalegt horf, - ef flugvöllurinn á að víkja.
![]() |
Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2008 | 13:05
Er ekki tími kominn til að sameinast.
Það er því merkilegt að fylgjast með sveitarfélögum á stór-Reykjavíkursvæðinu, þar sem bæjarmörkin eru ár frá ári að verða óljósari, að engin sameining sé þar á döfinni. Hvert sveitarfélag er að hanna og útfæra sinn bæ og koma upp miðbæ til að laða til sín fólk.
Talsverðir erfiðleikar eru á skipulagi og samþættingu milli sveitarfélaga, þar sem hlutirnir þurfa að fara fyrir margar nefndir hjá mörgum sveitarfélögum áður en þeir ná fram að ganga.
Hvenær ætla menn að láta af þessum smáborgarahætti og sameina stór-Reykjavíkursvæðið í eitt, þannig að hlutirnir geti farið að ganga eðlilega fyrir sig??
![]() |
Gunnar Birgisson: Höldum okkar striki" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2008 | 12:58
Egilsstaðir hornreka hjá Veðurstofunni.
Talsvert bar einnig á ónákvæmni í flutningi veðurfrétta af svæðinu og oft ekki getið um þegar veður var gott á Egilsstöðum, heldur eingöngu sýnt veðrið á annesjum, eins og t.d. Dalatanga, sem oftar en ekki er mun lakara en inn til landsins.
Valdimari Benediktssyni blöskraði ástandið svo, að hann setti auglýsingu í Morgunblaðið og benti á vankantana og auglýsti eftir ólýgnum veðurfréttamanni. Það brá svo við að veðurfræðingarnir hættu að standa fyrir Austurlandi.
Hvort sem það er tilviljun eður ei, hættu að mæta háóléttir veðurfræðingar í útsendingu og einnig var íslandskortið minnkað þannig að flatbrjósta veðurfræðingurinn gat verið á skjánum án þess að skyggja á hálft landið.
Á nýrri heimasíðu Veðurstofu Íslands er kort, hvar fram koma veðurstöðvar er reglulega senda veðurupplýsingar inn í gagnagrunn stofunnar. Nú bregður ítrekað við, að hluti þessa upplýsinga eru ekki sýnilegar frá Egilsstöðum. Einnig hafa verið veruleg vanhöld á því að lesnar hafa verið veðurfréttir í útvarpi frá Egilsstöðum, þó upplýsingar þaðan séu gefnar á klukkustunda fresti. Dagskrárgerðarmenn hafa kvartað undan þessu í útsendingu fjölmiðlanna.
Ítrekað er búið að benda stofnunni á þessa vankanta en allt kemur fyrir ekki. Þetta er ástand sem ekki er Veðurstofu Íslands sæmandi og hér með er þess krafist að þessu verði kippt í liðinn, nú þegar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2008 | 13:07
Samfylkingin hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri.
Það er í sjálfu sér ekki merkilegt í pólitík, að geta ekki verið menn orða sinna og gera samning sem vitað er að engin innistæða er fyrir. Hitt er ekki síður athyglivert, að Samfylkingin er með eina stefnu í flugvallarmálinu í Reykjavík og svo verður ekki annað séð að háttvirtur samgöngu ráðherra, Kristján Möller sé með aðra fyrir hönd dreifbýlismanna.
Vísir 17 okt 2007Samgönguráðherra er ósammála borgarstjóra um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stefnir að því að samgöngumiðstöð verði tilbúin þar vorið 2009. Hann segir unnið að því að skapa Iceland Express aðstöðu á vellinum svo félagið geti hafið innanlandsflug þaðan þegar á næsta ári.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2008 | 10:20
Tvöfalt siðgæði Alþingismanna.
Það er ekki bannað að framleiða tóbak. Það er ekki bannað að selja tóbak. Það er ekki bannað að reykja á almannafæri. En það má ekki reykja innan um fólk, - innandyra.
Sé engin rök gegn því að útbúa klefa/herbergi til að reykja í innandyra, eins og gert er í Alþingishúsinu og á Keflavíkurflugvelli, á meðan ekki er bannað að framleiða, selja og reykja tóbak. Annað er bara tvöfalt siðgæði.
Það gelymist einnig í umræðunni, sóðaskapurinn utandyra, þar sem verið er að reykja og stubbar sem liggja í haugum fyrir fótum almennings. Sé vilji veitingastaða og þjónustuaðila að koma upp reykinga-af-drepum, er annað fáránlegt en að leyfa það.
Tek fram að ég reyki ekki og hef aldrei gert.
![]() |
Brot á reykbanni getur varðað sviptingu rekstrarleyfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)