Það er fleira en hávaðinn sem hækkar blóðþrýstinginn…….

…….umræðan um flugvöllinn í Vatnsmýrinni gerir það einnig og þegar eitthvað er gert utan borgarmúranna eins og t.d. þegar virkjað við Kárahnjúka og álver byggt á Reyðarfirði, þá fer þrýstingurinn á krítískt stig. 

Hugsunin ein um að byggja álver við Bakka á Húsavík hækkar þrýstinginn svo um munar, svo ekki sé minnst á þau ósköp að láta sér detta í hug að reisa heila olíuhreinsistöð fyrir vestan.  Úllallalla!!

Ja, það má nú segja - margt er mannana bölið.

mbl.is Hækkaður blóðþrýstingur í nábýli við flugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Fer blóðþrýstingurinn ekki líka meira eftir leturgerðinni í flennifyrirsögnunum? Ekki myndi blóðþrýstingurinn þinn hækka til jafns við vatnsborð í stíflu nema ef þú ert að lesa of mikið um það og ef blaðamenn gera nógu mikið mál úr.

Ólafur Þórðarson, 14.2.2008 kl. 18:08

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Er hérna kanski komin ástæðan fyrir því að konur lifa karlana sína ( samkvæmt meðaltalinu. )

Róbert Tómasson, 15.2.2008 kl. 08:13

3 identicon

Sko.

Benedikt.

Bakkaálver og Vestfjarðaolíhreinsistöð eru góðar hugmyndir.  Ég óska þeim velfarnaðar.

Reykjavíkurflugvöllur getur auðvitað ekki farið neitt. Verst ef andstæðingum hans tekst að þrengja svo að honum að hann eigi sér ekki stækkunarmöguleika.  Braut 06/24 er nánast farin af borðinu, en sú braut er sterkasta vonin í suðvestan þræsingnum sem er svo algengur, og lenging hinna tveggja, sérstaklega 01/19 verður að koma til framkvæmda.

Egilsstaðaflugvöllur er flugmála Íslands stærsta von.  Og stærsti kostur.

Því skyldu auðmenn ekki setjast þar að með sínar einkaþotur.  Allt annað er fyrir hendi fyrir þá.

Og við höldum svo bara áfram að taka blóðþrýstingslyfin okkar og brosa. 

Með kveðju

Óli Vignir 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband