Of eða van.

Það er erfitt að átta sig á stjórnendum og íbúum stór-Reykjavíkursvæðisins. 

Í Reykjavík vilja menn leggja af flugvöllinn í Vatnsmýrinni til að byggja á og þétta byggð, en geta svo ekki með nokkru móti áttað sig á mikilvægi þess að auka nýtingu á húsnæði við Laugaveginn.  Þar vill sami hópurinn friða löngu úrelt og ónýt hús. 

Er ekki kominn tími til að sameina öll sveitarfélögin á stór-Reykjavíkursvæðinu og reyna að fara vinna heildstætt í skipulagsmálum, öllum til hagsbóta.  Koma þessu smá-kongaveldi fyrir kattarnef og koma Vatnsmýrinn í upprunalegt horf, - ef flugvöllurinn á að víkja.

mbl.is Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Fólk er orðið langþreytt á kotungslegri kofaröðinni á Bernhöftstorfunni. Nú er mál til komið að fjarlægja þessa kumbalda, fylla upp í salmonellusúpuna (sem sumir kalla tjörn) og byggja háhýsi úr gleri á Bernhöftstorfunni og a.m.k. tveggja hæða bílastæði í drullupyttinum.

corvus corax, 14.2.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

höldum nú í þessi hús félagar

Einar Bragi Bragason., 14.2.2008 kl. 15:45

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Var að tala um ónýt hús á Laugarveginum, samkv. mínum bestu heimildum er Bernhöftstorfan ekki þar. 

Ég er ekki talsmaður að rífa niður gömul hús, en ónýta hjalla er ekkert vit í að halda í, sem hvorki hafa fagurfræðilega skírskotun né sögulega.  Það er heldur ekki sama hvar þau standa, í hverju tilfelli verður að vega það og meta.  Niðurnýdd hús við Laugarveginn eiga að víkja ef enginn vill hirða um þau, þau hafa það eitt við sig, að skemma götumyndina þar sem þau standa  og gera höfuðborgina subbulega.

Þegar menn taka flugvél og breyta henni meira en 50% er hún ekki talin "orginal" lengur og lendir í flokk "expirimental" þ.e. tilraunaflugfara.  Það sama ætti að gilda um gömul hús, ef skipt er um hluti í þeim meira en 50% ættu þau ekki að teljast gömul lengur.  Þannig væri hægt að farga gömlum ljótum húsum, sem hafa auk heldur enga merkilega sögu. 

Benedikt V. Warén, 15.2.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband