TF-154

Hér eru nokkrar myndir af fisinu, sem hefur núna einkennisstafina TF-154, en bar einkennisstafina SE-YVP í Svíþjóð og var staðsett á flugvelli í Svenljunga.

 

TF-154TF-154TF-154

Hér fyrir neðan eru slóð til fyrrverandi eigenda í Svíþjóð.

http://www.borasflygplats.se/
http://www.archaid.se/7up/karta.htm


Ultra-light í Egilsstaði

Þann 20 apríl s.l. var tekin í notkun fis-flugvél (ultra-light) af gerðinni Zenith CH-701, sem keypt var notuð frá Svíaríki.  Nokkrir ofurhugar á Egilsstöðum, með fulltingi íbúa á Seyðisfirði og í Fjarðarbyggð stóðu fyrir kaupunum og innflutningi á þessari græju. 

Nokkur fis hafa verið flutt til Austurlands á umliðnum árum, en þau hafa ekki almennilega náð "flugi", en ef til verður nú breyting á.  Á Norðfirði eru tvö flughæf fis og hefur annað þeirra verið "gert þar út" í nokkur ár af áhugamanni um fis-flug.

Nokkuð hefur færst í vöxt að kaupa fis til landsins, vegna hertra krafna í einkaflugi og auknum kostnaði sem því áhugamáli fylgir og kröfur um rekjanleika allra hluta, sem kallar á mikla pappírsvínnu og eftirlit. 

Nú er talað um að lögmál í flugi hafi breyst þannig, að í stað þess að flugvélar fljúgi á lyftikraftinum (oft skilgreint CL) þá komist þær ekki með nokkru móti í loftið lengur án A4 (standard stærð á eyðublaði).  Reglugerðarfarganið fer að verða óbærilegt í flugi ekki síður en víða annarsstaðar í þjóðfélagi okkar.

CL = Lyft-stuðull vængs, háður prófíl, áfallshorni o.fl. Hefur áhrif á flugeiginleika vélar.

A4 = Nauðsynlegt efni (blað) fyrir bírókrata til að komast í gegnum venjulegan vinnudag.


Ljóskan og einkaflugmaðurinn.

Einkaflugmaður bauð vinkonu sinni, ljóskunni, í flugferð.  Hún spurði margs á meðan á flugferðinni stóð og m.a. spurði hún:

"Hvað er þetta sem snýst þarna framan á flugvélinni?"

"Þetta er kælivifta" svaraði hann spotskur.

"Nuhauj..." sagði hún snúðugt "...þú ert bara að spauga í mér".

"Nei..." sagði hann ákveðinn "...þú ættir bara að sjá hvað ég svitna þegar þetta stoppar".


Er ekki rétt að stíga varlega niður???

Nokkuð hefur verið fjallað um tollamál, löggæslu og sérsveit, undanfarin misseri.  Björn Bjarnason hefur oftar en ekki gefið í skin að koma þurfi upp sérsveit til landvarna.

Á þessum "víðsjárverðu" tímum væri rétt að menn litu sér nær.  Matvælaverð er að hækka vegna þess að fólki fjölgar í heiminum og ekki tekst að framleiða nægjanleg matvæli til að allir geti gengið mettir til sængur á kvöldin.

Með því að flytja inn fersk matvæli er tekin óþarfa áhætta á að smit berist til landsins og ekki síður er væntalegur innflutningu til þess fallinn að rugla samkeppni við innlenda framleiðendur, sem eru að færa okkur gæðavöru. 

Treystum við því að gæðin á innfluttum kjötafurðum séu í samræmi við þær kröfur sem við gerum? 

Höfum við ekki dæmi um annað?  

Eru ekki bestu landvarnirnar að halda Íslandi ósýktu og vera sjálfbærir í matvælaframleiðslu??


mbl.is Vilja ekki innflutning á fersku kjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta rétt aðferð??

Þarna held ég að Vestmannaeyingar séu þarna komnir á hálan ís.  Þeir eru með verkefni í höndunum og framkvæmdir að hefjast innan skamms.  Þessi vinnubrögð eyjamanna er ávísun á frestun verkefnisins, jafnvel um mörg ár.

Það þekkjum við hér á Austurlandi.  Vegna ósamlyndis okkar, hafa stjórnvöld nýtt sér stöðuna og frestað ýmsum verkefnum hér eystra, - trekk í trekk.
mbl.is Þrjú þúsund skrifuðu undir gegn Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nokkur furða......

......þó stjórnmálamönnum detti það síðan í alvöru í hug, að hlaupa undir bagga með stjórnendum þeirra fyrirtækja, sem sýna slíka "stjórnunarhæfileika" og "ráðdeildarsemi" með fjármuni almennings. 

Eru einhverjir stórlega veruleika fyrrtir þarna úti??  

Er þetta ef til vill, - ný kynslóða bankaræningja???   Bandit
mbl.is Reite fékk hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög gegn offitu....

....verður það ekki næst?!?!?  Blush  

Þá má maður heldur betur fara að vara sig.  Crying
mbl.is Lög gegn sjálfsvelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með búningsklefa,......

.....sturtuklefa og pissuskálar, svo dæmi séu nefnd.  Ef símar verða bannaðir, þá koma þessir einstaklingar bara með stafrænu myndavélarnar sínar.  Svona krakkar láta fátt eitt stoppa sig í vitleysunni. 

Þessi börn tilheyra oftast fjölskyldum, þar sem ýmis önnur vandamál eru á ferðinni innan veggja heimilisins. 

Það væri eflaust betri lausn, að senda sálfræðing (sérfræðing) til að skoða hvað er að foreldrum þessara barna.
mbl.is Salernin eru ekki símaheld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugferð í blíðunni.

DSC04528Síðdegegis var TF-KLO dregin úr skýli, vegna þess að það nálgast guðlast að nýta sér ekki blíðu eins og í dag til flugs.  Farið var í loftið á braut 22 á Egilsstöðum og stefnan tekin út Héraðið og flogið með Dyrfjöllunum, niður í Njarðvík og teknir nokkrir hringir yfir Borgarfirði-Ey. 

Þaðan var ströndin rakin til Seyðisfjarðar og eftir nokkra dól þar, var klifrað upp úr þessum firði með aldamótarbænum og stefnan tekin til Hérað aftur.  Flogið var lágt yfir Fjarðarheiði og dýrð Héraðsins blasti við fyrr en varði.

Það var lækkað undan vindi fyrir braut 22 og við Tókastaði var beygt inn á langa lokastefnu.

Stutt ferð en frábær í yndislegu vetrarveðri, - eins og það gerist best á Íslandi. 


Björn Bjarnason og Schengen.

Í einni partýferðinni til Evróðu samþykktu ráðherrar sjálfstæðisflokksins og kratanna, að Ísland myndi gerast aðili að Schengen.  Þetta kostar talsverðar upphæðir í uppbyggingu á ytri landamærum Evrópu og rekstur, svo nemur mörgum milljörðum. 

Nokkur styrr hefur staðið undanfarið um framkvæmdina við að gæta þessara landamæra og sýsluembættið fær ekki það fjarmagn sem það telur sig þurfa til að halda uppi þessari gæslu. En stærðfræðitröllið Björn Bjarnason hefur að sjálfsögðu pottþétta lausn á vandanurm, nefnilega að skipta embættinu upp í þrjár einingar.  Flestir aðrir ná fram hagræðingu með sameiningu, - en það er að sjálfsögðu allt annað mál.

Nokkur atriði vefjast hins vegar eitthvað fyrir Birni Bjarnasyni, m.a. að það er ekki við embætti sýslumanns að sakas vegna þessara verkefna.

A. Ríkistjórnin er ábyrg fyrir Schengensamningnum, ekki sýslumannsembættið.

B. Ríkistjórnin ber ábyrgð á að mannskapur sé tiltækur til að uppfylla samninga vegna Schengen.

C. Ríkistjórnin er ábyrg fyrir því að til staðar sé þjálfaður mannskapur, svo hægt sé að standa við samninga ríkisstjórnarinnar vegna Schengen.

D. Ríkistjórnin ber ábyrgð á að fjármagn renni með eðlilegum hætti til sýsluembættisins, vegna samninga sem ríkistjórnin gerði.

Björn Bjarnason er á billegan hátt að reyna að fría sig ábyrgðinni, með því að segja "...ekki benda á mig!!".  Að fara að skipta embættinu upp, er bara til að drepa málinu á dreif og fela getuleysi ráðherrans og örvæntingu, við að leysa þetta mál á eðlilegan og farsælan hátt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband