Er ekki rétt að stíga varlega niður???

Nokkuð hefur verið fjallað um tollamál, löggæslu og sérsveit, undanfarin misseri.  Björn Bjarnason hefur oftar en ekki gefið í skin að koma þurfi upp sérsveit til landvarna.

Á þessum "víðsjárverðu" tímum væri rétt að menn litu sér nær.  Matvælaverð er að hækka vegna þess að fólki fjölgar í heiminum og ekki tekst að framleiða nægjanleg matvæli til að allir geti gengið mettir til sængur á kvöldin.

Með því að flytja inn fersk matvæli er tekin óþarfa áhætta á að smit berist til landsins og ekki síður er væntalegur innflutningu til þess fallinn að rugla samkeppni við innlenda framleiðendur, sem eru að færa okkur gæðavöru. 

Treystum við því að gæðin á innfluttum kjötafurðum séu í samræmi við þær kröfur sem við gerum? 

Höfum við ekki dæmi um annað?  

Eru ekki bestu landvarnirnar að halda Íslandi ósýktu og vera sjálfbærir í matvælaframleiðslu??


mbl.is Vilja ekki innflutning á fersku kjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er rangt hjá þer í meginatriðum.. matvælaverð er EKKI að hækka vegna fjölgunar mannkyns heldur vegna þess að allt að 20 % af bestu matvælaökrum heims eru komnir undir framleiðslu á korni til eldsneytis á bíla og flugvélar.  Kapítalisminn er að kála matvælamarkaðnum.

Óskar Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 12:45

2 identicon

Ísland er ekki sjálfbjarga, við notum erlent kjarnfóður(menn telja reyndar að íslenskir bændur geti ræktað kringum 85% af innanlandsmarkaði sjálfir) Erlendan áburð og erlenda olíu. Ísland verður aldrei sjálfbært, nema við förum að éta okkar eigin fisk í stað þess að selja hann.

Það er mesta bábilja og böl að sífellt sé verið að ýkja gæði íslensks landbúnaðar, hér vex varla strá nema túnunum sé fyrst drekkt í kemískum áburði, og jafnvel þá eru afköstin bara meðal.

Matvælaöryggi og viðsjálverðir tímar... blablabla

Sannleikurinn er sá að það er framleiddur nægur matur fyrir alla, eina ástæðan fyrir hækkunum núna, er sama og á öðrum hrávörum, spákaupmennska! fólk sveltur í hel af því við hendum mat á vesturlöndum, eða gerjum hann í eldsneyti...

Ég neita að láta örfáa bændur pína mig til að kaupa dýrasta meðalmennskukjöt í heimi, ef vara þeirra er svona frábær, þá mun fólk að sjálfsögðu kaupa hana áfram, frekar en baneitrað kjöt sem kemst ekki í hálfkvist við íslensku gæðavöruna.

Ég var á ferðalagi í Svartfjallalandi fyrir nokkru, þar stoppaði ég á litlum veitingastað, keypti mér lambakjöt af matseðli, fékk kíló á diski örskömmu síðar, og mér hefur ekki líkað íslenskt lamb síðan. Fyrir þetta borgaði ég um það bil 700 krónur.

Gæti kanski fengið mér hreina gæða skanka á íslandi fyrir sama pening...

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 12:46

3 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Gunnar Örn

Ég vil bjóða þér í heimsókn til mín og fræða þig um landbúnaðarframleiðslu í heiminum. Þekking þín greinilega afar takmörkuð 

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 19.4.2008 kl. 12:53

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Óskar, - þetta er rétt hjá þér, ég skautaði heldur létt yfir þessa færslu mína.  Það eru framleidd kynstrin öll af matvælum sem fara á hauga viðkomandi landa að halda markaðsverðinu "réttu".   Tek einnig undir með þér að áróðurinn um "vistvænt" eldsneyti er ekki af hinu góða.  Eftir stendur hjá mér, að við þurfum að halda við kröftugri matvælaframleiðslu í landinu.

Gunnar Örn.  Ég veit að nafni þinn Gunnarsson getur leitt þig í sannleikann hvað varðar landbúnaðarframleiðsluna.  Ekki veit ég hvaða reynslu þú hefur í erlendum veitingarhúsum, en heilt yfir finnst mér íslenski maturinn bestur.

Hvað varðar "viðsjárverðu" tímana sem ég nefndi, þá var orðið innan gæsalappa vegna þess sem ég bloggaði þar á undan um ótta stjórnvalda um aðsteðjandi hættur og áherslur Björns Bjarnasonar í varnarmálum.  

Ég tel litla hættu stafa af erlendri íhlutun í landsmál okkar á hernaðarsviðinu.  Því væri nær fyrir stjórnmálamann, sem vill að hann sé tekinn alvarlega, að leggja minni áherslu á varnarmálin og snúa sér þess í stað af krafti í að leysa þau mál sem varðar "matvælaöryggi" (gott orð hjá þér).  Það væri einnig mun göfugra verkefni fyrir hann, að reyna að koma þeim málum í betra horf og lækka matvælaverð.

Benedikt V. Warén, 19.4.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband