29.8.2008 | 13:39
Einkennileg "frétt" unnin af RúvAust.
Í gær datt ég inn í útsendingu á svæðisútvarpinu, reyndar óvart, nenni yfirleitt ekki að hlusta lengur. Þá var verið að tala við Þorstein Bergsson virkjanaandstæðing, um litinn á Lagarfljótinu. Síðan var talað við nokkra aðra sem höfðu mismunandi skoðun á hlutunum og sýndist þar sitt hverjum. Af fréttinni mátti auðveldlega draga þá alyktun að þessi litur yrði svona til frambúðar. Þetta er enn ein atlaga fréttamannanna á umræddri "frétta"-stofu að koma fram með hug sinn á umrædda framkvæmd, sem flestir hlustundur hafa ekki farið í grafgötur með.
Raunveruleikinn er hins vegar sá, að mannvirkið er ekki komið í þann rekstur sem á að vera og nú um stundir rennur Jökulsá í Fljótsdal óbeisluð um sinn vanalega farveg á meðan Jökulsá á Dal (Brú) kemur í allri sinni "dýrð" í gegnum göngin til að knýja vélarnar. Þegar framkvæmdum er lokið við inntaksmannvirki Jökulsár í Fljótsdal og vatnið þaðan verður farið að renni um göngin, verða hlutirnir eins og áformað er og væntanlega til frambúðar. Jökulsá á Brú fær þar af leiðandi lengri tima til að fella út gruggið og þegar hún kemur til byggða ætti hún að vera ögn hreinni en hún er nú og liturinn á Lagarfljóti sem næst sínum upprunalega, þó skiptar skoðanir eru um það.
Ef metnaður fréttamanns, vegna þessarar fréttar hefði verið einhver, var auðvelt fyrir hann að kynna sér staðreyndir og afla sér upplýsinga á réttum stöðum, svo oft hefur verið fjallað um þessa framkvæmd að fréttamaðurinn ætti að vita hvar þeirra er að afla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 15:10
Kárahnúkar hvað.....?
Oft hafa bloggarar í Reykjavíkurhreppi varað við leirfoki frá Kárahnjúkum vegna virkjana og talið það með neikvæðum þáttum þess verkefnis. Ekkert ber á því hér nú frekar en venjulega, eingöngu áframhaldandi fok frá hálendinu, - eins og verið hefur í andanna rás.
![]() |
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum á sunnudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 12:19
Hver blekkti hvern?
Sjálfstæðismönnum er ekkert heilagt, þegar kemur að valdataflinu. Merkilegt hvað menn eru blindir.
![]() |
Ólafur: Blekktur til samstarfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2008 | 09:36
Pólitísk stinning??
Það er með ólíkindum hvað Hanna Birna Kristjánsdóttir er pólitískt vergjörn. Hún er til í hvað sem er til að halda völdum. Hún var ekki lengi að koma Ólafi F. Magnússyni til við sig, og núna tók einungis dagpart að koma Óskari Bergssyni upp í lokrekkju Sjálfstæðisflokksins.
Þetta minnir óneytanlega á dýraríkið, þar sem kóngulóin étur maka sinn að lokinni athöfn, - ef hann nær ekki að bjarg lífi sínu á flótta.
Maður veltir því einnig fyrir sér, hvort konan sú, hafi yfir að ráða einhverjum pólitískum VIAGRA töflum til að ná árangri.
Það er kanski tilviljun, en þessar töflur eru oftast bláar. Hefur það einhverja merkingu???
![]() |
Marsibil styður ekki nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2008 | 23:48
Hver tekur mark á þessu??
Það er fínt að koma á elleftu stundu og segja....."ok, ég skal fara úr borgarstjórastólnum núna......" eins og gefið er í skin að Ólafur M. hafi verið tilbúinn að gera, maðurinn sem ber ábyrgð á þeim vandamálum sem skekið hafa borgina í tæpt ár, og sprengdi upp Tjarnarkvartettinn.
Þegar búið er að brjóta rúðuna, er ekki lengur hægt að lappa upp á hana, - það þarf að fá nýja.
Vonandi skilur Árni Þór Sigurðsson þetta einnig fyrir rest.
![]() |
Segir Ólaf hafa samþykkt að víkja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2008 | 14:56
Að öðru eins bulli.....
....hef ég ekki orðið vitni að lengi. Það sem formaður Félags íslenska leiðsögumanna, Ragnheiður Björnsdóttir, lætur hafa eftir sér er í versta falli yfirmáta hrokafull athugasemd, í besta falli rakin vankunnátta á málefninu.
Hér er fyrst og fremst verið að reyna að slá ryki í augu lesenda, vegna þeirrar sérstöðu Austurlands, að vera með innkomu í landið, yfir 100.000 manns árlega. Auðvitað sárnar formanninum að íslenskir farastjórar getir ekki einir ráðskast með ferðamenn að eigin geðþótta. Formaðurinn þolir greinilega ekki samkeppnina, ef þeir væru að standa sig, væri ef til meira leitað til þeirra, - eða hvað??
Fram að þessu hafa margir íslenskir fararstjórar nær eingöngu litið á Austurland sem stað, þar sem fátt eitt er hægt að gera, annað en að sofa, éta og skíta.
![]() |
Uppselt á ferðamannastaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.6.2008 | 14:17
Unplugged in the Park?
Gaman að vera með tónleika og mótmæla raforku- og álframleiðslu, innmúruð í sviði úr áli og drekkandi öl úr áldósum og taka raforku úr kerfi sem þeir eru sífellt að mótmæla að vaxi og dafni.
Ragnar Reykás hvað??
![]() |
30 þúsund manns á tónleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.6.2008 | 13:46
Gott að þetta tókst svona vel.
Hvernig væri að endurtaka leikinn og útfæra þetta til þess að skapa störf á landsbyggðinni, t.d. í ferðaþjónustunni.
Verkefnið gæti heitið "Óður til þeirra, sem vilja verja menningu landsbyggðarinnar".
![]() |
Óður til náttúrunnar í Laugardal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.6.2008 | 13:36
"Mikið af rusli einkum áldósir lá eftir......
Þetta er því miður landlægur fjandi, að ekki er hægt að koma frá sér rusli í til þess gerð ílát. Enn nöturlegra er þetta þó í því samhengi, að það er verið að mótmæla byggingu orkuvera, sem framleiða orku í stóriðjuver og flest orkuverin eiga það sameinginlegt að selja orkuna í - álver.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 17:33
Að bíða eftir IcelandExpress.
Vekjaraklukkan hringdi klukkan 04:00 og þá var mál að fara á fætur. Níutíu mínútna ferð var fyrir höndum frá Barösund og að Vanta-flugvelli. Þegar þangað var komið var tilkynnt um 30 mín seinkum hjá Blue1 frá Helsingfors til Kaupmannahafnar, en það kom ekki að sök vegna þess að IcelandExpress var hvort eð er búið að klúðra fyrir mér deginum, með því að fella niður flugið sem átti að vera kl 13:00 frá Kaupmannahöfn beint til Egilsstaða.
Nú þurfti ég að bíða til 21:20 og fara frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur og gista eina nótt í Reykjavík. Tíminn sem IcelandExpress skaffað mér hér í Kaupmannahöfn var nýttur til að skrifa nokkrar færslur upp úr dagbókinni í húsbílnum mínum IngMaren, sem ég á með systrum mínum og mágum í Finnlandi.
Þær færslur eru á www.123.is/konzo.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)