Einkennileg "frétt" unnin af RúvAust.

Oft hefur maður á tilfinningunni að fólkið sem starfar við öflun og útsendingar á fréttum frá Austurlandi búi í eigin hugarheimi, einskonar móðurlífi eigin vitundar og geti illa sett hluti í rétt samhengi.

Í gær datt ég inn í útsendingu á svæðisútvarpinu, reyndar óvart, nenni yfirleitt ekki að hlusta lengur.  Þá var verið að tala við Þorstein Bergsson virkjanaandstæðing, um litinn á Lagarfljótinu.  Síðan var talað við nokkra aðra sem höfðu mismunandi skoðun á hlutunum og sýndist þar sitt hverjum.  Af fréttinni mátti auðveldlega draga þá alyktun að þessi litur yrði svona til frambúðar.  Þetta er enn ein atlaga fréttamannanna á umræddri "frétta"-stofu að koma fram með hug sinn á umrædda framkvæmd, sem flestir hlustundur hafa ekki farið í grafgötur með.

Raunveruleikinn er hins vegar sá, að mannvirkið er ekki komið í þann rekstur sem á að vera og nú um stundir rennur Jökulsá í Fljótsdal óbeisluð um sinn vanalega farveg á meðan Jökulsá á Dal (Brú) kemur í allri sinni "dýrð" í gegnum göngin til að knýja vélarnar.  Þegar framkvæmdum er lokið við inntaksmannvirki Jökulsár í Fljótsdal og vatnið þaðan verður farið að renni um göngin, verða hlutirnir eins og áformað er og væntanlega til frambúðar.  Jökulsá á Brú fær þar af leiðandi lengri tima til að fella út gruggið og þegar hún kemur til byggða ætti hún að vera ögn hreinni en hún er nú og liturinn á Lagarfljóti sem næst sínum upprunalega, þó skiptar skoðanir eru um það. 

Ef metnaður fréttamanns, vegna þessarar fréttar hefði verið einhver, var auðvelt fyrir hann að kynna sér staðreyndir og afla sér upplýsinga á réttum stöðum, svo oft hefur verið fjallað um þessa framkvæmd að fréttamaðurinn ætti að vita hvar þeirra er að afla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband