8.10.2015 | 13:12
Nágrannakærleikar á Austurlandi
Fjarðabyggð er þeirrar gæfu aðnjótandi, að búið er að slá í gegn í nýjum Norðfjarðagöngum. Til hamingjumeð það. Allir íslendingar, sérstaklega austfirðingar, gleðjast með íbúum Fjarðabyggðar.
Það er því miður ekki hægt að yfirfæra þá gleði á stjórnendur Fjarðabyggðar, þegar kemur að öðrum samgöngbótum í fjórðungnum. Þá virðast öll sund lokast og verkefni verða lítt físileg og í flestum tilfellum arfavitlausar framkvæmdir, að mati þeirra. Þeir eru að vísu nokkuð einangraðir með þá skoðun, en eru á hinn bóginn handvissir um að allir sérfræðingarnir í samgöngumálun Íslands, sitji í Fjarðabyggð.
Fáráðnlegt er að halda því fram að þeir séu á móti vegabótum. En þær verða klárlega að koma Fjarðabyggð til góða á einn eða annan hátt, sérstaklega litlu Moskvu. Því kemur það ekkert sérlega á óvart, þegar rætt er um bættar samgöngur um Öxi eða jarðgöng til Seyðisfjarðar, að sérfræðingarnir í Fjarðabyggði umhverfist og séu á öndverðu meiði við aðra á Íslandi. Sérstakleg er þeim í nöp við þann fjölda í öðrum sóknum, sem eiga allt undir bættum samgöngum.
Egill rauði kveður:
Götur vilja bæir byggja
og bæta líf í gleði og sorg
En allar leiðir skulu liggja
lóðbeint heim á Rauðatorg
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2015 | 21:41
Er kjarnorkuver á Islandi?
Í Bændablaðinu er bent á það að íslensk orkufyrirtæki virðast geta skipt á hreinni innlendri orku og kjarnorku við erlend orkufyrirtæki til að laga stöðu þeirra síðarnefndi í hreinleikamálum og fá væntanlega eitthvað fyrir sinn snúð.
https://www.bbl.is/frettir/frettir/islendingar-greida-fyrir-kjarnorku--kola--og-oliuframleidda-raforku/11443/
Þetta leiðir hins vegar af sér að gróðurstöðvar geta ekki auglýst sig sem notanda hreinnar orku. Lausnin er hins vegar sú, að orkufyrirtækin, þau sömu og rústað hafa orðstír hreinnar orku á Íslandi, geta vottað að gróðurstöðvarnar nýti hreina orku, - gegn því að fá greidda fimm aura á hverja kílóvattstund.
Þetta er náttúrulega bara eins og einhver taki sig til og skíti á lóðina hjá einhverjum og banki síðan uppá hjá viðkomandi og bjóðist að hreinsa óhroðann burt, - gegn sanngjörnum prís.
Egill rauði kveður:
Orku bjánar breyta í grút
og bjóða í sínu valdi
En geta strikað skítinn út
gegn "smánarlegu" gjaldi
5.9.2015 | 19:08
Túristar, - er það eingöngu jákvæð upplifun
Endalaust er rifist um hvort álver eða ferðaþjónusta skuli vera aðal á Íslandi. Nú er komið babb í bát iðjuvers andstæðinganna, þar sem notaður klósettpappír túristanna er farinn að fjúka um hálendið og sjónmengun er jú líka mengun, - ojbarasta.
Egill rauði kveður:
Túrista- og tækniher
er tímabært að nýta
Verst að vargar þessir hér
í víðernin okkar skíta.
5.9.2015 | 17:58
Nýr formaður með flotta framrúðu....
....vantar ekki vinnukonur á svona mannvirki?
Vonandi finnur flokkkurinn rétta tímann fyrir landann, það er stórmál.
![]() |
Meiri samkennd en sýnist á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.8.2015 | 12:03
Erum sjálfstæð þjóð....
...sem ekki á að fara eftir því sem aðrir eru að rugla um, - nú ESB.
Hvernig fór það með okkur þegar við á einni nóttu vorum á lista yfir viljugar þjóðir? Og eingöngu vegna þess að bandaríkjastjórn fór að ropa um gereyðingavopn í eigu Sadam Husein.
Hér með er ekki verið á neinn hátt að fegra hans hlut í veraldarsögunni.
Höfum sjálfstæðið í heiðri
Virðum sjálfstæði annarra
Höfum okkar sjálfsæðu skoðun á heimsmálunum.
![]() |
Hætti að styðja viðskiptabann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2015 | 15:39
Er þetta þá ekki að verða ljóst......
......ef flugvöllurinn þarf að víkja úr Vatnsmýrinni, ber Reykjavíkurborg að skaffa nýjan á sinn kostnað. Sjálfsagt fyrir innanríkisráðherra að samþykkja það ráðslag, en ekki leggja krónu í púkkið. Hins vegar á Reykjavíkurborg að borga í ríkissjóð matsverð á eignum ríkisins við flugvöllinn, brautir og mannvirki, og bæta öðrum eigendu einnig samkvæmt mati, ef ekki semst um annað.
Mikið var að Dagur er að skilja það, að ekki er hægt að leggja niður starfsemi í Vatnsmýrinni og geta jafnframt gert kröfur til ríkisins að fjármagna nýja lausn. Það eru alfarið fjármunir sem koma úr borgarsjóði í það verk og spennandi að sjá fjárfesta sem vilja taka þátt í þessu verkefni. Enda græða þeir ótæpilega, að eigin sögn, á sölu lóða í Vatnsmýrinni, svo ekki ætti þeim að verða skotaskuld úr því að byggja eitt stykki flugvöll í Hvassahrauni og sjá alfarið um rekstur hans til frambúðar.
![]() |
Stofni félag um nýjan flugvöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2015 | 14:43
Það þarf að gera leiðsögumenn og ferðaþjónustuna ábyrga....
....fyrir hópnum og ef einhver á þeirra vegum verður uppvís að slíkui athæfi, missi leisögumaðurinn réttindi sín til fimm ára og ferðaþjónustan verði sektuð hressilega.
Einnig þaf sá einstaklingur, sem verður uppvís að skilja eftir sig í núttúrinni þennan viðbjóð og annað óæskilegt sull, að vera sektaður um a.m.k. 50.000 IKR.
Þetta þarf að kynna rækilega í blöðum og tímaritum, sem liggja frammi í þeim farartækjum sem sinna ferðaþjónustu.
Háar sektir og ströng viðurlög er eina sem fælir frá og getur spornað við þessu viðbjóðslega athæfi.
![]() |
Bannað að gera þarfir sínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2015 | 20:03
Fáráðlingar ........
....láta etja sig út í foraðið. Merkilegt hvað margir finna hjá sér þá hvöt að fylla þennan flokk og mæta hugsunarlaust og eru með dónaskap við land og þjóð í beinni útsendingu.
Eru þessir einstaklingar ekki að skilja, að skilaboðin sem þeir eru að senda börnum landsmanna? Skilja þau ekki að börnin læra það sem fyrir þeim er haft.
Gaman verður fyrir þetta lið í framtíðinni, þegar myndskeiðin verða notuð sem kennsluefni í skólum, yfir fíflaleg mótmæli.
Myndskeið sem sýnir fólk, sem er að mótmæla vegna þess að þau fá SMS um að mæta og láta hafa sig að fíflum fyrir frama alþjóð.
Myndskeið sem sýnir fólk, hafandi ekki hugmynd um í hverju mótmælin felast.
- Það er eitt að vera á móti forsætisráðherrra og ríkisstjórn.
Annð að vera á móti:
- þjóðsöngnun
- fjallkonunni
- Jóni Sigurðssyni og sjálfstæði þjóðarinnar
Skömmin er núna mótmælendanna.
![]() |
Þjóðsöngurinn ætti að fá friðhelgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.6.2015 | 21:55
Endilega....
.....og sjá hvernig þeir spjara sig, - fjárhagslega.
Enn einn 101 brandarinn.
Hahahahahaha!!!!
![]() |
Viltu að Reykjavík verði borgríki? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2015 | 21:06
Vantar stórt skarð???
Sé ekki betur en að stórt skarð sé í stígnum.
Mér finnst hins vegar að það vanti stórt stykki í stíginn.
Er ég eitthvað að misskilja hlutina???
![]() |
Stórt skarð í stígnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)