Er kjarnorkuver á Islandi?

Í Bændablaðinu er bent á það að íslensk orkufyrirtæki virðast geta skipt á hreinni innlendri orku og kjarnorku við erlend orkufyrirtæki til að laga stöðu þeirra síðarnefndi í hreinleikamálum og fá væntanlega eitthvað fyrir sinn snúð.

https://www.bbl.is/frettir/frettir/islendingar-greida-fyrir-kjarnorku--kola--og-oliuframleidda-raforku/11443/ 

Þetta leiðir hins vegar af sér að gróðurstöðvar geta ekki auglýst sig sem notanda hreinnar orku.  Lausnin er hins vegar sú, að orkufyrirtækin, þau sömu og rústað hafa orðstír hreinnar orku á Íslandi, geta vottað að gróðurstöðvarnar nýti hreina orku, - gegn því að fá greidda fimm aura á hverja kílóvattstund.

Þetta er náttúrulega bara eins og einhver taki sig til og skíti á lóðina hjá einhverjum og banki síðan uppá hjá viðkomandi og bjóðist að hreinsa óhroðann burt, - gegn sanngjörnum prís.

Egill rauði kveður:

Orku bjánar breyta í grút
og bjóða í sínu valdi
En geta strikað skítinn út
gegn "smánarlegu" gjaldi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband