Er þetta þá ekki að verða ljóst......

......ef flugvöllurinn þarf að víkja úr Vatnsmýrinni, ber Reykjavíkurborg að skaffa nýjan á sinn kostnað.  Sjálfsagt fyrir innanríkisráðherra að samþykkja það ráðslag, en ekki leggja krónu í púkkið.  Hins vegar á Reykjavíkurborg að borga í ríkissjóð matsverð á eignum ríkisins við flugvöllinn, brautir og mannvirki, og bæta öðrum eigendu einnig samkvæmt mati, ef ekki semst um annað.

Mikið var að Dagur er að skilja það, að ekki er hægt að leggja niður starfsemi í Vatnsmýrinni og geta jafnframt gert kröfur til ríkisins að fjármagna nýja lausn.   Það eru alfarið fjármunir sem koma úr borgarsjóði í það verk og spennandi að sjá fjárfesta sem vilja taka þátt í þessu verkefni.  Enda græða þeir ótæpilega, að eigin sögn, á sölu lóða í Vatnsmýrinni, svo ekki ætti þeim að verða skotaskuld úr því að byggja eitt stykki flugvöll í Hvassahrauni og sjá alfarið um rekstur hans til frambúðar.


mbl.is Stofni félag um nýjan flugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annars finnst mér stórkostlegt að borgarstjóri Reykjavíkur sé að boða til fundar um byggingu á flugvelli í allt öðru bæjarfélagi en hann er borgarstjóri í. Ég vissi ekki að hann hefði neinn ráðstöfunarrétt á landi þar.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 16.7.2015 kl. 15:55

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ekki ég heldur Sigurður Geirsson, en ljóslega veit hinn hrokafulli Dagur tað mikklu betur en við. 

Hrólfur Þ Hraundal, 16.7.2015 kl. 18:46

3 Smámynd: Örn Johnson

Að byggja nýjan flugvöll er áætlað að kosti 22 milljarða. Það sem Dagur er að segja er að Rvk-borg (sem fær tekjurnar af lóðasölunni) ætlar að leggja fram óafturkræft þessa milljarða í félag um nýjan flugvöll, skil ég hann ekki rétt? Er hann annars búinn að spyrja þá sem eiga að borga um þetta mál, ef svo er hefur það farið fram hjá mér.

Örn Johnson, 16.7.2015 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband