Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Mátulegt á borgina.

Fé Marshall-hjálparinnar eyrnarmerkt til Sogsvirkjananna, var styrkur sem var ætlaður allri þjóðinni, en lenti í vasa borgarbúa.  Þessi stuðningur við þjóðina var eignfærður hjá borginni í þessum virkjunum og síðan notað borgin þær sem skiptimint til að komast inn í Landsvirkjun.

Þetta "þýfi" er nú að koma borginni illa. 

Sök bítur sekan, - þó síðar verði. 
mbl.is Borgin í ábyrgð fyrir 110 milljarða skuldum Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilega veruleikafyrrtur gaur??

Bera þeir enga ábyrgð sem "skrifu" handrit óreiðumannanna, eins og Hannes Hólmsteinn kallar þá.  Sjálfur er hann aðal höfundur farsans sem nú er í gangi, þó hvorki hann né aðrir landsmenn hafi haft hugmyndaflug til að sjá þessar hörmungar fyrir.

En ég segi bara: 

Hannes Hólmsteinn, skammastu þín og hafðu vit á að halda þig til hlés.  Þinna ráðlegginga er ekki lengur óskað.


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa menn hugsað málið alla leið??

Þetta er skólabókadæmi um að skoða aðeins eina hlið á málinu, - orkusparnaðinn.  Markmiðið er göfugt, en hugsunin nær ekki alla leið.

Hverjir eru kostir glóperu?
- Hún er einföld
- Húrn er létt
- Hún er ódýr
- Hún lýsir
- Hún vermir
- Hún er einföld í endurvinnslu

Gallar:
- Hún endist frekar illa
- Hún skilar miklum varma frá sér

Það sem er merkilegt í Evrópu, er að það er verið að framleiða rafmagn sem er notað til lýsinga og upphitunar.  Sumsstaðar eru fjarvarmaveitur, sem mér er til efs að geti framleitt ódýrara afl (watt) en í raforkuverum sem eru kynt með kolum, olíu, kjarnorku eða vatnsafli.  Nokkuð er að færast í vöxt að nota vindinn, en ennþá er hann einungis brot af framleiðslunni.

Þá komum við að kjarnanum.  Bæði upphitun og lýsing er í flestum tilfellum að nota orkuna frá sama aflgjafanum (orkuveri).  Við það að breyta úr venjulegri glóperu, sem er að skila talsverðum varma í híbýli manna, í sparperu þarf að kynda ofnana meira sem því nemur og þá spyr maður, hver er ávinningurinn?

Í faratækjum, sem eru að aka við mismunandi aðstæður, er betra að nota glóperur, ella þarf að nota aðrar leiðir til að bræða snjó og ís af ljóskerjum.  Á skipum og flugvélum er t.d. betra að nota glóperur vegna þess að hitinn frá þeim bræðir ís og snjó af glerjum og virkum siglingaljósanna er þar af leiðandi ekki takmörkuð.  Ef díóðuljós væru notuð, sem skila litlum varma frá sér, þarf að leysa upphitun glerja með öðru og margfalt dýrara hætti, þar sem orkunýtingin verður jöfn eða meiri en sparnaðnum nemur.  Þar að auki er verið að tvöfalda bilanatíðnina, því það er tvennt sem getur bilað í hverju ljósi, peran og upphitunin.  Enn spyr maður, hver er þá ávinningurinn?

Sparperur eru dýrari í framleiðslu, þyngri og erfiðari í endurvinnslu.  Mér er til efs, hvað sem síðar kann að verða, að þær séu eins ódýrar og af er látið vegna meiri endingar en venjuleg glópera.  Glópera kostar um 1/10 af verði sparperu og endingin um eitt ár.   Sem sagt það er hægt að kaupa perur til tíu ára fyrir verð einnar sparperu.

Meiri orka fer í að framleiða sparperu, það þarf mun meiri orku til að koma sparperu á markað, vegna þunga hennar og það eru mun flóknara að endurvinna þær.  Hver er þá raunverulegur sparnaður?

Sparperur eiga samt fullan rétt á sér, þó varast beri að líta á þær sem “patent”-lausn.  Þær eru fínar þar sem raunverulega þarf að spara þarf orku og varmi nýtist ekki til upphitunar.

Mér sýnist þetta vera “týpisk byrokrata” lausn, þar sem eingöngu er einblínt á einn þáttinn, í þessu tilfelli í tískuorð dagsins, - orkusparnað.


mbl.is Örlög glóperunnar á Íslandi ráðast senn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur létt vin getur slökkt ljós??

Þar er ef til vill komin skýringin á eftirfarandi:

“Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," (Ragnheiður Ríkharðsdóttur  þingmaður á alþingi)
mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með höggið sem þjóðin fékk??

Er þetta ekki bara smámunir miðað við það?  Eru þetta allt raunverulegir fjármunir, eða eingöngu glataðir matadorpeningar? Ekki sér enn fyrir endann á hamförum útrásaliðsins? 

Fróðlegt er einnig að sjá veikburða tilraunir þessara manna til að kenna öðrum um hvernig fór.  Mannanna sem voru á ófurlaunum fram að hruni, en þá gufaði skyndilega öll ábyrgð upp og lennti á þjóðinni.

Sér er nú hver einkavæðingin og ábyrgðin, - allt ríkistryggt.

mbl.is Fengum langmesta höggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrif Kennedyanna eru að mestu horfin....

....yfir móðuna miklu, a.m.k. í bili.  Aðrir úr þessari ætt hafa ekki náð frama, enda hafa tilraunir þeirra, sem eftir lifa, bæðir veðið fáar og tilþrifalitlar. 

Arnold Schwarzenegger leikari og ríkisstjóri í Kaliforníu er þó giftur Mariu, sem er afleggjari Kennedy, svo ættin er ekki með öllu áhrifalaus, þó  hún hafi mátt muna fífil sinn fegurri.
mbl.is Edward Kennedy látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar funduð þið hann Ögmund??

Varla hefur heyrst hósta né stuna í manninum síðan hann varð ráðherra.  Maðurinn sem hafði skoðanir á öllum hlutum í samfélaginu, sérstaklega sem stjórnarandstöðuþingmaður. 

Ég verð að játa það, ég var farinn að óttast um afdrif hans, heilbrigðisgeirinn i rúst og Ögmundur ekki í ræðustól að verja lítilmagnann með "padentlausnum" sínum. 

Ég segi það satt, ég var farinn að halda að í bægslagangi sínum á síðustu dögunum sem stjórnarandstöðuþingmaður, hefði maðurinn lent í gegnum hljóðmúrinnog því væri þögnin algjör hérna megin.
mbl.is Hinir vammlausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Láta aðvaranir sem vind um eyru þjóta??

Eru menn hættir að hlusta á útvarp, veðurfregnir og á aðvaranir??   Í dag er búið ítrekað að aðvara um vind á vesturland.  Þetta uppskera þeir sem ekki hlusta, - bílar og kerrur útaf. 

Eða voru þetta erlendir ferðamenn.  Þeir hafa þar af leiðandi ekki hugmynd um hvað málið snýst og hlusta jafnvel ekki á útvarpið yfirleitt.  Þá er þetta skiljanlegt.


mbl.is Stormur að ganga niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hauspokalið.

Furðulegt að vera ítrekað að flytja fréttir af þessum lögbrjótum.  Það er einmitt það sem þeir þrífast á, að komast í flölmiðla. 

Þversögnin er hins vegar, að þeir beri hauspoka til að þekkjast ekki.  Þetta tel ég bara að vera vegna þess að þeir halda að þeir "lúkki betur" svona.  Samskonar hópar gera þetta nefnilega einmitt svona í útlöndum.  Shocking

Fjölmiðlar, hættið að láta þessa einstaklinga spila með ykkur.

mbl.is Sex mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í góðum gír í Finnlandi.

Nú er að taka á stóra sínum og gefa ekkert eftir.  Vona að allt gangi stelpunum í haginn í fyrirheitna landinu mínu. 

Kveðjur frá Egilsstöðum.

 


mbl.is Mikilvægt að byrja vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband