Ekkert kjaftæði lengur

 

Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, er ítrekað búinn að lofa framkvæmdum við Fjarðaheiðargöng, en ekkert gerist.  Hann lofar endurbótum á Egilsstaðaflugvelli. Þar gerist ekkert. Axarvegur er ekki enn komin á dagskrá, þrátt fyrir loforð þar um. Ekki er enn búið að semja við landeigendur um land undir veginn. 


Sleifarlagið er með ólíkindum og fé til vegaframkvæmda hefur minnkað umtalsvert. Það er gert til þess að hægt sé að sinna gæluverkefnum VG í ótímabær verkefni vegna orkuskipta og í óskilgreind mál vegna loftslagsmála.

Austurland er fær sömu meðhöndlun hjá ríkisstjórn Íslands og nýlendur urðu fyrir fyrr á öldum af hendi þeirra sem meira mátti sín.

Tími kjaftæðis er löngu liðinn og tími verka er runninn upp.


mbl.is Fjarðarheiðargöng gætu borgað sig fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir íbúar landsins og ferðamenn líka eru búnir að bíða í áratugi eftir tvöföldun Reykjanesbrautar. Á meðan hrannast upp líkin og ekkert gerist.

Bjarni (IP-tala skráð) 3.4.2024 kl. 11:36

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Æ, æ, hvað er að heyra. 

Er ekki eitthvað annað sem orsakar slysin en nægjanleg vegbreidd?  Mér dettur í hug áfengi, eiturlyf, vanbúnar bifreiðar og hraði yfir leyfðum ökuhraða.

Sjötíu og sjö milljarðar eru komin í lostslagshít VG sem enginn hefur minstu hugmund í hvað fóru.  Fjarðagöng kosta um fjörutíu milljarða.  Tvöföldun Reykjanesbrautar talsvert minna.

Gott ef það síðarnefnda mundi koma í veg fyrir slys. Það væri hreint frábært.

Kveðja frá Austurlandi, sem löngum situr á hakanum í verklegum ríkisframkvæmdum. 

Benedikt V. Warén, 3.4.2024 kl. 14:55

3 identicon

Aðskildar aksutrsbrautir bjarga lífum. Ekki eru öll slys vegna annarlegs ástands ökumanna. Raunar er það frekar undantekning heldur en reglan.

En endilega eyðum tugum milljarða í samgöngubætur fyrir 500 manns frekar en samgöngubætur fyrir alla þjóðina ásamt stærsta atvinnuveg þjóðrinnar. Þegar það er búið þá þarf grátkór landsbggðarinnar að finna sér eitthvað annað til að væla yfir.  Flugvöllur á hvert krummaskuð?  Hvernig hljómar það?

Bjarni (IP-tala skráð) 3.4.2024 kl. 16:52

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Maður kemst við að fá gusuna úr viskubrunni þínum Bjarni.

Smá athugasemdir samt.

    • Það er pólitísk ákvörðun að Seyðisfjörður sé í byggð

    • Það kallar á að lágmarksþjónusta sé í boði fyrir íbúana

    • Íbúar á Seyðisfirði eru um 640

    • Ferjan Norröna flytur um 20.000 manns á ári til landsins

    • Seyðisfjörður er annar í röðinni að flytja ferðamenn til landsins 

    • Seyðisfjarðahöfn er með umtalsverðan inn- og útflutning á vörum

    • Þessir farþegar og varningur fara um Fjarðaheiði í 620 m. hæð yfir sjó

    • Skemmtiferðaskip fyrir 2024 á Seyðisfjörð eru áætluð 133

    • Farþegar um borð í þessum skipum eru um 200.000

    • Þeir fara í land og skoða sig um og eru gjaldeyrisskapandi

    • Margir fara upp á Hérðað og skoða m.s. Stuðlagil

    • Skoðunarferðir eru allt að Mývatni í norður

    • Skoðunarferðir eru allt að Jökulsárlóni í suður 

    Þetta var fræðsluhorn dagsins í stuttu máli, um hve eitt fámennt sveitarfélag á Austurlandi getur verið magnað.

    Benedikt V. Warén, 3.4.2024 kl. 18:06

    5 identicon

    Ef það þarf pólitíska ákvörðun um að halda bæ í byggð þá á sá bær ekki að vera í byggð.  Þetta með ferðamennina, þetta er sá fjöldi sem fer um Reykjanesbraut fyrir hádegi flesta daga.

    Bjarni (IP-tala skráð) 3.4.2024 kl. 18:45

    6 Smámynd: Benedikt V. Warén

    Sæll Bjarni.

      • Það er pólitísk ákvörðun að Reykjavík sé höfuðborg Íslands, ekki náttúrulögmál.

      • Það er pólitísk ákvörðun að breikka Reykjanesbrautina, - eða ekki.

      • Það er pólitísk ákvörðum að byggja snjóflóðavarnir viðsvegar um land.

      • Það er pólitísk ákvörðun að byggja varnagarða vegna eldgosa.

      • Það er pólitísk ákvörðun að stýra fjöldanum inn á Keflavíkurflugvöll.

      • Það er pólitísk ákvörðun að opna fleiri dyr inn í landið og létta á Reykjanesbraut.

      Varstu ekki að tala niður samgöngubætur fyrir 500 manns?

      Ljóst er að fjöldinn var gróflega vantalinn hjá þér.

      Eiga þessir einstaklingar minni rétt á viðunandi samgöngubótum?

      Fyrir stuttu var Reykjanesbrautin ófær vegna snjóa nokkrar klukkustundir.

      Þá var kvartað undan því að tengingin við hágæðasjúkrahús í Reykjavík.

      Á Seyðisfirði er ekki sjúkrahús.

      Fimm daga einangrun hrelldi Seyðfirðinga vegna ófærðar á Fjarðarheiði.

      Seyðfirðingar eiga að sitja við sama borð og aðrir, að komast á hágæðasjúkrahús?

      Kveðja úr Múlaþingi.

      Benedikt V. Warén, 3.4.2024 kl. 19:21

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband