Færsluflokkur: Einkaflug

Íslenska ríkið taki Vatnsmýrina eignarnámi....

....þar sem ríkir almannahagsmunir eru í húfi.  Reykjavíkurborg á eingöngu lítinn part í Vatnsmýrinni og létt verk ætti að vera slíta þessa fáu fermetra út úr borginni.

Stjórnarskráin segir:

72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.

Ef Reykjavíkurborg stendur við sinn keyp, verður að grípa til þeirra meðala sem þarf til að hnekkja því.  Ef skipulgasvaldið í stjórnarskránni er þessari grein yfirsterkari og ekki gengur að knýja fram eignarnám, verður að finna nýrri höfuðborg stað.  Stað þar sem allir þegnar þjóðarinnar verði velkomnir til að þyggja, ekki eingöngu að vera áhorfendur og greiðendur framkvæmda misvitra borgarfulltrúa. 

Þá kemur sterkt inn að fara að dusta rykið hugmyndum Trausta Valsonar og byggja höfuðborg landsins inn á hálendi Íslands og færa alla opinberan rekstur þangað.  Þá verða svipaðar vegalengdir fyrir alla í stjórnsýslu, menntun og á hátæknisjúkrahús.


mbl.is Tveir vilja flugvöll í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki allt sem sýnist.

Fyrir nokkrum árum lenti einshreyfils Cessna 172 á flugvelli í Bandaríkjunum og ók þar beint að bensíntanknum.   Þegar afgreiðslumaðurinn kom á staðinn stóðu við vélina ung hjón og gömul amma var með í för.

“Fylla??.....” spurði afgreiðslumaðurinn karlinn í hópnum.

“Ég er ekki flugmaðurinn”…..svaraði hann vandræðalega

“Það er náttúruleg jafnréttið í þessu sem annarsstað í þjóðfélaginu” sagði afgreiðslumaðurinn glottandi

“Jæja….??” sagði hann og snéri sig að ungu frúnni

“Ég veit ekkert um flug” sagði hún “Það var hún amma sem bauð okkur með í þennan flugtúr”


Flogið í blíðunni.

BINFGlaðbeittir á Norðfirði.  Hjalti, Benedikt og Þórhallur.

Formaður og ritari Flugklúbbs Egilsstaða brugðu lofti undir væng að kvöldi 12 maí sl.  og flugleiðin á Norðfjörð valin í blíðunni.  Lent á flugvellinum, sem er í ágætu ásigkomulagi og staldrað við um stund og spjallað við flugmenn staðarins sem voru að ljúka æfingum á flugmódelum.

Tvær fisvélar eru komnar með heimilisfestu á Norðfirði og jafnvel von á þeirri þriðju innan tíðar.

Eftir stutt stopp var haldið í loftið á ný, stefnan tekin á Barðsnesið og flogið  með Sandvíkinni og Gerpir skoðaður í návígi.  Þaðan ver stefnan tekin á Stuðlaheiðina, með Eskifjörð og álverið á hægri hönd.  Skriðdalurinn var næsta stöðumið og þaðan inn á flugvöll. 

Góður flugtúr í indælis veðri í fínum félagsskap. 

Er hægt að fara fram á meira?


Flugklúbbur Egilsstaða.

Í nokkrum sveitarfélögum á Austurlandi voru byggðir flugvellir og á þá stundað áætlunarflug í mislangan tíma eftir sveitarfélögum.  Við Hánefsstaði var kostað talsverðu til að koma Seyðisfirði í samband loftleiðis við aðra staði.  Á Bakkafirði og Fáskrúðsfirði gegndi sama máli, en áætlunarflug og nýting flugvallanna náði aldrei flugi, svo notað sé nærtækt líkingamál.

Stjórn Flugklúbbs Egilsstaða hefur nú samþykkt að hafa það sem verkefni í samvinnu við þau sveitarfélög, er hafa innan fjallahringsins aflagða flugvelli að freista þess að koma þeim í gagnið aftur.  Til þess að svo megi verða, þarf að vinna koma til samvinna sveitarfélagsins, Fugstoða ohf og Flugmálastjórnar Íslands.  Þetta er gert með það í huga, að auka öryggið í einkaflugi og skemmtanagildi þess sports að geta nýtt fleiri staði til að tylla niður lítilli einkaflugvél eða fisi.

Verkefni þetta getur kallast “Að taka flugvöll í fóstur”.  Ofantaldir eru þeir flugvellir sem flugklúbburinn hefur augastað á núna og auk þess að byggja upp og bæta lendingastaði á hálendinu, nú fyrst  á Sauðármel (ca. 64°50’ N - 16°02’ W).  Lendingastaðurinn þar er staðsettur á mel og vel útfærður frá náttúrunnar hendi.  Ekki þarf að færa til efni, einungis valta hann árlega og laga hatta og vindpoka.  Klúbbfélagar munu alfarið sjá um þetta verkefni.

Erindi hafa verið send inn til Flugmálastjónar Íslands, Flugstoða ohf og Egilsstaðabæjar.  Munnlegt leyfi hefur fengist frá landeigenda.  Auk þessa er fyrirhugað að koma upp aðstöðu fyrir klúbbfélaga og byggja við fluskýlið vegna vaxandi flugflota.  Nú er bara að að fara að bretta upp ermarnar, - verkefnin eru næg.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband