Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

Ný brú á Lagarfljót er nauðsynjamál

Þessi fyrirsögn og frétt var í Morgunblaðinu 8. nóvember 1953 og síðan eru liðin tæp 70 ár.

LagarfljótsbrúPastedGraphic-4in er í grunnin frá 1905, endurbyggð 1906 og gerð tvíbreið 1958.  Brúin er háð þungatakmörkunum og er til ama fyrir þungavinnuvélar, sem flytja þarf á milli staða og þarf í nokkrum tilfellum að fara um Lagafossvirkjun til að koma þungu tæki milli Fellabæjar og Egilsstaða. 

Aðal vandamál brúarframkvæmda eru undanfarnar bæjarstjórnir á Mið-Héraði, sem ekki geta höggvið á þann Gordíonshnút sem búið er að hnýta svo hressilega, um hvar brú yfir Lagarfljótið á að vera í framtíðinni.  Ástæðan er, að engin framtíðasýn er til í fórum bæjarfulltrúa í Múlaþingi, er varðar samgöngumál.  Þessi staða setur jafnframt lengingu Egilsstaðaflugvallar í uppnám, vegna þess að ekki er hægt að lengja flugvöllinn, nema færa Þjóðveg eitt um tæpan kílómeter til suðurs. 

Það rímar síðan engan vegin við háleita hugmyndir sömu fulltrúa um aukna umferð um flugvöllinn.


Jólahársnyrtingin

Það voru að koma jól.  Um alla jörð var verið að undirbúa hátíðina.  Það var skúrað, skrúbbað og bónað um borg og bý.  Í fangelsinu var allt á fullu við að koma öllu í skikk fyrir hátíðina og þar var verið að klippa og snyrta hár fanganna. 

Það gekk nú svona og svona vegna þess að klipparinn var með skæri sem bitu ekki nægjanlega vel. Fanginn, sem sat í stólnum var mjög rólegur, þrátt fyrir að vera meira og minna hárreyttur á meðan á klippingunni stóð.  Að lokum brast þó þolinmæði fangans og hann stundi milli samanbitinna tannanna:

„Þú mátt alveg klippa þau hár, sem þú nærð ekki upp með rótum.“


Traust hús á frábærum stað fyrir barnaheimili.

Hegn­ing­ar­húsið er eitt sögu­fræg­asta hús lands­ins. Það var byggt árið 1872 og var í 144 ár notað sem fang­elsi, eða allt til árs­ins 2016. Á efri hæð var Lands­yf­ir­rétt­ur til húsa ásamt bæj­arþingi og Hæsta­rétti síðar.

End­ur­bæt­ur að inn­an bíða þess að ákvörðun liggi fyr­ir um hvaða starf­semi verður í hús­inu.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/08/14/framtid_hegningarhussins_er_enn_oradin/

Er nokkuð að vanbúnaði að hendast í verkið og nýta það áfram fyrir þegna borgarinnar?


mbl.is Ekkert tilboð barst í byggingu nýja leikskólans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldgos, varaflugvöllur og almannaheill.

Egilsstaðaflugvöllur er aðalflugvöllur fyrir Austurland og stórum áfanga var náð 1993, þegar endurbyggður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun með varanlegu slitlagi. Með þeim endurbótum urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkunar flugvallarins fyrir Austurland allt og til vara fyrir aðra flugvelli og yfirflug.

Veðurfarslega og landfræðilega er Egilsstaðaflugvöllur vel staðsettur og aðflug að flugvellinum eitt það besta á landinu og samkvæmt úttekt sérfræðinga er hann ákjósanlegur varaflugvöllur, þar sem andstæður í veðurfari eru mestar milli flugvalla og áreiðanleiki áætlunarflugs yfir 99%.

Nú hefur náttúran á Reykjanesi látið að sér kveða og ítrekað hefur verið bent á annmarkana að vera ekki með flugvöll á tryggu svæði, sem hægt er að nýta þá Keflavíkurflugvöllur hrekkur úr leik.  Nú hefur jarðfræðingur staðfest þessa annmarka og bent á hversu þröngt sjónsvið ráðamanna Íslands er gagnvart náttúruvá þeirri sem nú er í uppsiglingu.  Hvar dorma þingmenn kjördæmisins? 

Ekki er einasta við æðstu ráðamenn þjóðarinnar að sakast.  Stjórnendur ISAVIA leggja metnað sinn í að gera veg Keflavíkurflugvallar sem mestan án þess að huga nægjanlega að varaleiðum og að hann geti lokast fyrir ferðaþjónustuna í lengri eða skemmri tíma ef spár jarðfræðinga ganga eftir og verkefnum tengd atvinnulífinu er teflt í uppnám.  Raunalegast er þó að horfa stöðugt upp á ráða- og aðgerðaleysi stjórnenda heimafyrir, að hafa ekki döngun í sér að beita Innviðaráðuneytið þrýstingi um að ráðherrann komist ekki upp með að svíkja marggefin loforð um uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar. 

Það verður býsna seint í rassinn gripið, að gera Egilsstaðaflugvöll fullgildan í aukin umsvif, þegar gos hindrar flug til Keflavíkurflugvallar.  Hvernig á að koma búnaði frá Keflavík þegar hraun flæðir yfir aðkomuleiðir?   

Nú þegar þarf að hækka þjónustustig Egilsstaðaflugvallar, bæta tækjakost til afgreiðslu flugvéla og sjá til þess að eldsneytisverð sé það sama um land allt. Strax þarf að byggja akstursbraut og stækka flughlaðið, skipulagið er tilbúið og ekkert að vanbúnaði að hefjast handa nú þegar.  Samhliða þarf að hefja ferli við að lengja flugbrautina og byggja nýja flugstöð.  Þetta eru verkefni sem ekki má bíða með að hrinda í framkvæmd.  Heimafyrir verða ráðamenn sveitarfélagsins og hraða ákvarðanatöku um staðsetningu nýrrar Lagarfljótsbrúar til að rýmka fyrir lengingu flugvallarins.  Ákvarðanafælni sveitastjórnar í Múlaþingi verður að víkja, því tími framkvæmda er runnin upp. 

Það er engin tilviljun að Norræna sigli til Austurlands, því þangað er styst. Önnur stærsta millilandahöfn Íslands er á Austurlandi. Rétt er að nefna það að fluglínan frá Norður-Evrópu er jafnframt styst til Austurlands. 

Með því að auka millilandaflutninga við Austurland sparast tími, peningar og kolefnissporið lækkar.


Þjóð og þing hefði betur hlustað og kynnt sér Orkupakka 3...

... þegar Miðflokkurinn ítrekað reyndi að vara við þeim gjörningi.  Þá hefði umræddur forsætisráðherra geta tekið upplýsta ákvörðun út frá því í stað þess að þykjast hvorki sjá né heyra viðvörunarorð Miðflokksins.

Hvað er nú að koma úr hörðustu átt, frú Forsætisráðherra?

En eins og karlinn sagði: Betra er hálfur skaði en enginn.


mbl.is Gagnrýni Miðflokksins komi úr hörðustu átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á einhver örlítill grenjandi minnihluti náttúrverndarsinna....

...að hafa neitunarvald um það að þjóðin megi nýta græna orku í sínu eigin landi?

Látum náttúruna njóta vafans, ekki þennan örlitla grenjandi minnihluta, sem skilgreina sig sem náttúruverndarsinna.


mbl.is Enginn möguleiki á umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta þyrla Landhelgisgæslunnar sem fer út á land skal gerð út frá Egilsstaðaflugvelli.

Austfirðingar eru ávallt verið aftas á merinni í allri þjónustu frá Reykjavík, ekki síst þegar kemur að björgunaraðgerðum og sjúkraflugi. Því er krafan að fá eina af þyrlum Landhelgisgæslunnar með heimahöfn á Egilsstöðum, enda lengst að fara á sjúkrahús allra landsmanna í Reykjavík.  Mikil umferð ferðananna á þjóðvegakerfinu og fjarri byggð kallar á betri lausnir til björgunaraðgerða, þegar neyðin bankar upp á.

Nokkrar greinar hef ég skrifað um þessi mál og hér er ein sem menn ættu að líta yfir og var upphaflega birt 2008.  Lítið hefur breyst síðan.

Rétt til að minna á það:

Það býr fólk á Austurlandi, sem borga ríflega til samfélagsins og ástæðulaust að það upplifi sig ítrekað, sem þriðjaflokks íbúa þessa lands. 

https://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/2264892/


mbl.is Þörf er fyrir sérstakar sjúkraþyrlur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinabæjarsamstarf

Egilsstaðir (og við sameininguna í Fljótsdalshérað) voru lengi vinabæjarkeðju Suolathi í Finnlandi, Skara í Svíþjóð, Sorö í Danmörku og Eidsvoll í Noregi. Þegar Suolathi var sameinað Äänekosti slitnaði keðjan vegna þess að Äänekoski var í vinabæjarkeðju með Hveragerði.  Raseborg í Finnlandi kom inn í fyrrnefnda vinabæjarkeðju.  Runavík í Færeyjum var ekki með í vinabæjarkeðjunni en mikið og gott samvinna var milli Héraðs og Runavíkur og meðal annars var lengi sent jólatré til þeirra, - það eina sem sent var frá Íslandi.

Fundur hjá Byggðaráði Múlaþinga 3.5.2022

Mál 16.

"Fyrir lá ósk frá Helga Hlyni Ásgrímssyni um að nú að loknum heimsfaraldri verði endurnýjuð kynnin við vinabæi sveitarfélagsins í Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Einnig er lagt til að, með vísan til samstarfssamnings við UHI, verði leitað eftir vinabæ í Skotlandi. Einnig lágu fyrir minnispunktar frá skrifstofustjóra varðandi vinarbæjartengsl sveitarfélagsins."

Ég tel ekkert mál er að endurvekja samstarfið við þessa keðju okkar, bara hafa samband og taka upp þráðinn.


ESB þráhyggjan

Það er ekki annað hægt en að dást að þráhyggju sumra sem ítrekað eru að berja hausnum við steininn og endalaust að taka upp gamlar úreltar, vitlausar og vanhugsaðar tillögur um umsókn inn í ESB.  Hvað er lengi búið að benda á vankantana og ófrávíkjanleg skilyrðin sem sambandið setur um fiskveiðar upp í kálgarða landsmanna.

Hvað er það sem hringlar í höfði þess sem svona lætur eða uppi á því?

 

 

PastedGraphic-38


Er allur sannleikurinn sagður?

Það kostar fórnir að lifa í samfélagi.  Því fylgja bæði kostir og gallar.  Það er erfitt að reka bæjarfélag án þess að atvinnulífið sé blómlegt og íbúar hafi atvinnu til að framfleyta sér og sínum. Á Seyðisfirði er staðan snúin eftir hörmungarnar, svo vægt sé til orða tekið.

- Hvað um stærstu atvinnurekendurna?
- Er fiskvinnslan ekki á hættusvæði?
- Hvað verður um hana?
- Hvaða líkur er á að henni verði lokað endanlega?
- Hvað kemur í staðinn?

Þar með er ekki sagt að ekki skuli hlustað á íbúana, einungis bent á að finna þarf út hvað hægt er að gera í staðinn fyrir þau störf sem tapast og helst að bæta í þegar kemur að atvinnuuppbyggingu.

- Hvaða lausnir eru í sjónmáli?
- Er t.d. hægt að vera með landeldi í Seyðisfirði?
- Hvað annað er í boði?

Upphrópanir bæta atvinnuástand lítið, jafnvel þó verið sé að höfða til háværs hóps íbúa, ekki endilega meirihlutans.

Öflug atvinnustefna er grunnur hvers samfélags.


mbl.is Gagnrýnir sveitastjórn Múlaþings harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband