Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Svíður undan?

Súrál er jarðefni og vitameinlaust efni, en setur vinstri menn þó ávallt uppnám við það eitt að frétta af því efni efni í umferð.

Það er annað tveggja sem getur gert þá vinstri sérlega pirraða, - hitt er að virkja vatnsföll.  Whistling
mbl.is Súrál fauk um álverssvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf til Jóns Kristófers Arnarsonar

Af gefnu tilefni og vegna bloggs http://jonarnarson.blog.is/blog/jonarnarson/entry/935471/

Þú getur lokað bloggi þínu á mig og haldið síðan áfram að bulla Jón Kristófer.

Eina sem er súrt í broti, er sú mikla þráhyggja sem þú hefur valið þér að burðast með frá morgni til kvölds. Getur þú ekki fengið eitthvað við þessu handa þér og Mosa vini þínum, til þess að ykkur líði ekki eins illa með velgengnina á Austurlandi. Eftir mínum heimildum er súrál vitameinlaust efni, en gerir vinstri menn þó ávallt vitlausa við það eitt að frétta um það efni í umferð.

Hvað varðar það sem Guðjón Sigþór hefur skrifað um, virðist hann ekki vita baun um hvað málin snúast hér fyrir austan og ætti því að taka sér ferð á hendur og heimsækja svæðið og fá réttar upplýsingar. Ekki hafa leiðsögumenn fram að þessu fjölmennt á Héraðið til að skoða allt sem það hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn.

Nokkrir þeirra eru þó farnir að venja komur sínar að Kárahnjúkum og er það vel. En það er víst svo langt frá Reykjavík og erfitt að ferðast um svæðið þó þeir sömu einstaklingar hafi gríðarlegan áhuga á að ákveða hvað okkur sé fyrir bestu. Sér er nú hver gæskan og forræðishyggjan. Því miður er nokkuð fjölmennur hópur leiðsögumanna, sem halda að það sé einungis þrennt hægt að gera á Héraði og það er sofa, éta og skíta. Vona að Mosi fylli ekki þann flokk.

Aftur að fjölguninni. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni eru þann 1.7.2009 skráðir 12.649 íbúar á Austurlandi, sem er svipað og 1996, en þá voru Austfirðingar 12.680. Taktu eftir því það er svipuð tala á miðju ári 2009 og í árslok 1996. Hugsanlega verður þessi tala hærri þann fyrsta des. nk. við sjáum til.  Árið 2002 voru Austfirðingar 11.758, svo nú erum við 891 fleiri en þá.  Það heitir á mannamáli fjölgun.

Þó að Ómar Ragnarsson geri það, þá er það ekki fagmannlegt að bera saman ár, sem eru sannarlega með íbúatölu langt yfir því sem eðlilegt getur talist, - vegna framkvæmda á svæðinu. Meira segja þú skilur það Jón.

Eitt skaltu einnig vita, Jón, að það er verið að tala um alla Austfirðinga, líka þá sem eru utan áhrifasvæðis Álversins, en það eru einmitt þeir staðir sem eru að missa fólkið frá sér ennþá og dregur niður meðaltalið á öllu Austurlandi.  Að sjálfsögðu er það alvarlegt mál og þarf að finna "eitthvað annað" handa þeim að sýsla við.

Hvernig væri nú að læsir þig til um það sem þú ert að fjalla um áður en þú heldur áfram að fjasa um hlut, sem virðast gjörsamlega út takt við allan raunveruleika. Þessar tölur er hægt að finna á www.hagstofa.is.

Ég get einnig sent þér samdráttarblað sem ég hef gert úr tölulegum upplýsingum frá Hagstofunni. Það getur einfaldað þér að setja hlutina í vitrænt samhengi, Jón. Láttu mig bara fá e-mailið þitt.

Hákon heitinn Aðalsteinsson kvað eitt sinn....

....Meiddir og slasaðir bíða menn bana
sem brölta á truntum um grundir og hlíð
Ég hef alltaf haft fyirr vana
að horfa framan í það sem ég ríð.

Eftir athugasemd frá Jóni Val, leitaði ég betur og fann tvær útgáfur til viðbótar. Önnur er svohljóðandi:

Týndir og slasaðir bíða menn bana
sem bægslast á hestum um grundir og hlíð
Hingað til hef ég haft fyrir vana
að horfast í augu við það sem ég ríð

Og einnig þessa, sem er ef til vill sú upphaflega:

Týndir og slasaðir bíða menn bana
sem bægslast á hestum um grundir og hlíð.
Ég hef fram að þessu haft fyrir vana
að horfast í augu við það sem ég ríð.


mbl.is Mun ganga til sinna starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á vinstri öxlina í tvígang.

Hann er þó enn trúr sinni pólitísku sannfæringu, - að halla sér ávallt til vinstri.  Blush
mbl.is Ólafur Ragnar enn á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómar enn í Kárahnjúkunum.

Ómar Ragnarsson er fljótur að grípa og álykta vegna fréttar um fólksfækkun á Austurlandi um 8.2 % milli ára.  Ég nýtti mér rétt minn til að setja eftirfarandi færslu inn á bloggið hans og held því sjálfur til haga á þessum stað.

“Árið 1990 voru Austfirðingar 13.216 en fækkaði jafnt og þétt að meðaltali um 121 á ári til 2002 eða um 1.458 manns niður í 11.758 íbúa.  Það má leiða líkum að því að ef ekkert hefði verið aðhafst væri íbúatalan nú um 11.000 manns, eða 1.649 íbúum færra en nú er raunin.

Frá 2002 til þessa dags, sem um er rætt, hefur dæmið snúist við og fjölgunin hefur verið 891 eða um 155 manns á ári og telja nú skv. bráðabirgðatölum Hagstofunnar 12.649 manns.

Við Austfirðingar erum að ná sama fjölda og 1996 þegar íbúatalan var 12.680.  Með sama framhaldi gæti íbúatalan á Austurlandi verið komin í 13.000 að þremur árum liðnum og gætum þá jafnað íbúatölu frá árinu 1993.

Ég tel þetta mikinn sigur í baráttunni við fólksflóttann.

Ég get hins vegar ekki annað en verið undrandi á jafn klárum manni og Ómari Ragnarssyni, að nýta sér tölur, sem eru ekki samanburðarhæfar.  Það vita allir sem það vilja það sjá, að á meðan á framkvæmdum stendur, á sér stað mikill flutningur starfsmanna á milli svæða, sem skekkja allan samanburð í íbúatölum.

Mér dettur hins vegar ekki augnablik í huga að andmæla því að fjölgunin er minni en væntingar stóðu til.  Það er hins vegar tilefni til frekari rannsókna og ekki fráleitt að spyrða það saman við það, að nokkrir Reykvíkingar eru búnir að draga land og þjóð þannig ofan í svaðið að mörg ár tekur að hreinsa upp eftir þá.  Það veldur ef til vill því, menn eru að upplifa það í Reykjavík, að lenda í átthagafjötrum, þegar fasteignamarkaðurinn er botnfrosinn og ekki hægt að selja eignir á sanngjörnu verði.

Þökk sé nú, að eitthvað er til staðar, eins og álver og virkjun í Fljótsdal, að afla gjaldeyris á meðan verið er að komast út úr þessu manngerða fjármálafárviðri og skaffa birtu og il í svartasta skammdeginu, sem er framundan í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.”

Vanskila- og tilkynningagjald.

Fyrir nokkrum mánuðum, var talað um að setja í lög eða reglugerð um að það yrði óheimilt að leggja á tilkynningargjald og einnig vanskilagjald.

Nú bregður svo við, að aftur og aftur eru að berast til mín seðlar með tilkynningargjaldi.  Enn og aftur eru einnig að koma á seðla vanskilagjald, ef maður er svo óheppinn að gleyma að greiða á eindaga. 

Nötulegast er að fá 450 kr vanskilagjald á 990 kr frá Gámaþjónustunni vegna sorptunnu. Crying

Eru þetta eðlileg vinnubrögð??

Hverjar voru lyktir þessa mála??

Er þetta hverjum og einum í sjálfsvald sett að innheimta þessi gjöld??

Voru þetta innantóm loforð stjórnmálamanna??


Ja hérna.....

....nú er síðasti vonarneisinn slokknaður um heilbrigðar sálir í fjármálageiranum.  Er hægt að sökkva dýpra, en að koma öllu í kalda kol og krefjast síðan að fá bónus fyrir að bjarga því sem bjargað verði?

Brennuvargur sem kveikir í húsi, er jafn sekur þó hann hjálpi við að bera út verðmæti. 

Hver er munurinn á venjulegum brennuvargi og þeim sem kveiktu hamfarabálið á fjármálamarkaðnum og skiluðu öllu í rjúkandi rúst til samfélagsins?

Spyr sá sem ekki veit.

 


mbl.is Stjórnendur vilja milljarða í bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað get ég sagt?

Þegar ekki stendur steinn yfir steini í þessu samfélagi, verður maður kjaftstopp.  Þannig hef ég ekki nennt að viðra skoðanir mínar á málum líðandi stundar.  Nú mun ég reyna að taka mér tak og færa eitthvað inn.

Í byrjun ágústmánaðar fór ég í frí til Finnlands, og þá meina ég alvöru frí.  Ég las ekki eina einustu blaðsíðu  á mbl.is né visir.is og get ekki séð að ég hafi misst af miklu, því þegar ég kíkti þar inn eftir komuna heim var þar sama þvargið og þegar ég fór.

Hvenær á að taka á þeim mönnum, sem eru ábyrgir fyrir því að koma Íslandi í þá klemmu, sem nær ógerlegt er að koma þjóðinni út úr?

 



« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband