Hafa menn hugsað málið alla leið??

Þetta er skólabókadæmi um að skoða aðeins eina hlið á málinu, - orkusparnaðinn.  Markmiðið er göfugt, en hugsunin nær ekki alla leið.

Hverjir eru kostir glóperu?
- Hún er einföld
- Húrn er létt
- Hún er ódýr
- Hún lýsir
- Hún vermir
- Hún er einföld í endurvinnslu

Gallar:
- Hún endist frekar illa
- Hún skilar miklum varma frá sér

Það sem er merkilegt í Evrópu, er að það er verið að framleiða rafmagn sem er notað til lýsinga og upphitunar.  Sumsstaðar eru fjarvarmaveitur, sem mér er til efs að geti framleitt ódýrara afl (watt) en í raforkuverum sem eru kynt með kolum, olíu, kjarnorku eða vatnsafli.  Nokkuð er að færast í vöxt að nota vindinn, en ennþá er hann einungis brot af framleiðslunni.

Þá komum við að kjarnanum.  Bæði upphitun og lýsing er í flestum tilfellum að nota orkuna frá sama aflgjafanum (orkuveri).  Við það að breyta úr venjulegri glóperu, sem er að skila talsverðum varma í híbýli manna, í sparperu þarf að kynda ofnana meira sem því nemur og þá spyr maður, hver er ávinningurinn?

Í faratækjum, sem eru að aka við mismunandi aðstæður, er betra að nota glóperur, ella þarf að nota aðrar leiðir til að bræða snjó og ís af ljóskerjum.  Á skipum og flugvélum er t.d. betra að nota glóperur vegna þess að hitinn frá þeim bræðir ís og snjó af glerjum og virkum siglingaljósanna er þar af leiðandi ekki takmörkuð.  Ef díóðuljós væru notuð, sem skila litlum varma frá sér, þarf að leysa upphitun glerja með öðru og margfalt dýrara hætti, þar sem orkunýtingin verður jöfn eða meiri en sparnaðnum nemur.  Þar að auki er verið að tvöfalda bilanatíðnina, því það er tvennt sem getur bilað í hverju ljósi, peran og upphitunin.  Enn spyr maður, hver er þá ávinningurinn?

Sparperur eru dýrari í framleiðslu, þyngri og erfiðari í endurvinnslu.  Mér er til efs, hvað sem síðar kann að verða, að þær séu eins ódýrar og af er látið vegna meiri endingar en venjuleg glópera.  Glópera kostar um 1/10 af verði sparperu og endingin um eitt ár.   Sem sagt það er hægt að kaupa perur til tíu ára fyrir verð einnar sparperu.

Meiri orka fer í að framleiða sparperu, það þarf mun meiri orku til að koma sparperu á markað, vegna þunga hennar og það eru mun flóknara að endurvinna þær.  Hver er þá raunverulegur sparnaður?

Sparperur eiga samt fullan rétt á sér, þó varast beri að líta á þær sem “patent”-lausn.  Þær eru fínar þar sem raunverulega þarf að spara þarf orku og varmi nýtist ekki til upphitunar.

Mér sýnist þetta vera “týpisk byrokrata” lausn, þar sem eingöngu er einblínt á einn þáttinn, í þessu tilfelli í tískuorð dagsins, - orkusparnað.


mbl.is Örlög glóperunnar á Íslandi ráðast senn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta bara ekki svipað dæmi og með sorpið, þ.e þetta arfa vltlausa dæmi sem við erum víst að leggja út í.

Hefur þú skoðað þau mál með sama sjónarmiði???

(IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband