Sé ekki hvað er að því að kanna svæðið....

.... því það hlýtur að vera akkur í því að vita hvað leynist í iðrum jarðar á þessu svæði svo sem annarsstaðar.  Þá fyrst er hægt að setja verðmiða á svæðið.  Á að friða eða nýta?  Hvor leiðin er þá veðmætari? 

Búið er að raska svæðinu og ransóknir á því breyta litlu, nema meiri vitneskja fæst.  Sé ekki annað en að það sé af því góða að vita hvað leynist undir yfirborðinu ekki síður en ofan á því.  Náttúrusinnar meiga ekki vera svo forstokkaðir að ekki megi auka við þekkingu á náttúrunni neðanjarðar. 

Annað mál er síðan að virkja.  Eflaust er hægt að nýta svæðið með skáborun, eða annarri tækni síðar.  Ekki þarf að ráðast í framkvæmdir nú þegar.  Tækifæri gefst á að ná áttum og jafnvel sátt í hvaða svæði landsins á að nýta og hvaða svæði á eingöngu að njóta eingöngu.

Mannvirki geta, ef svo ber undir, verið neðanjarðar í jaðri svæðis til að sjónmengunin verði sem minnst.  Það getur varla skaðað ímyndina að nýta það sem ekki sést, ég tala nú ekki um að nýta það sem enginn hefur áhuga á að kynna sér.  Það er væntanlega verðlaust í huga þess sama hvort eð er. 
mbl.is Fagna afstöðu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband