Fjórir lögfræðingar

Einkennilegt að fjórir lögfræðingar átti sig ekki á því, að ef Bretar og Hollendingar væru vissir í sinni sök og teldu sig með unnið mál, væru þeir löngu búnir að kæra. 

Þessar þjóðir hafa farið fram með ofbeldi hingað til og ekki hikað við það.  

Það að Bretar skulu ekki hafa farið fram gegn okkur með meira ofbeldi, en að beita hryðjuverkalögum, segir manni bara eitt; - þeir hafa ekkert til að byggja sókn sína á. 
mbl.is Skiptar skoðanir lögfræðinga um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Það er ekkert nítt með þessa lögfræðinga Ríkisstjórnin pantar hjá þeim þær niðurstöður sem þau vilja til að níðast sem mest á almenningi það er þeirra mottó,

Það er hvorki vilji né réttlæti sem þessi ríkisstjórn vill fyrir þessa þjóð níð og valdagræðgi er það eina sem þau kunna.

Jón Sveinsson, 14.1.2011 kl. 14:46

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

sammála þér - ofbeldisþjóðirnar hafa hingað til ekki hikað viða að beit smáþjóðir ofbeldi - og reyndar margar Afríkuþjóðir líka.

Tannlausa breska ljónshræið hefur ekkert í þjóðir að gera sem telja 2-3 milljónir eða meira - við og Færeyingar erum svona frekar þeirra jafnokar þótt hræið hafi tapað fyrir okkur í þorskastríðunum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.1.2011 kl. 14:48

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Íslenskt lagaumhverfi er mjög götótt enda langt í land eftir þróuninni á mörgum sviðum. Kannski ein ástæðan til að við göngum í EBE.

Lögfræðinga mætti þess vegna kalla „smugufræðinga“, þ.e. að finna glufur í lögum þar sem skjólstæðingar þeirra geti sloppið við skrekkinn. Sem sagt löglegt en siðlaust!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2011 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband