Hvernig væri að fækka háskólum niður í einn.

Hvað á það að þýða, fyri örþjóð, að vera með alla þessa háskóla út um allt á þessu útskeri.  Um það bil helmingur sem lýkur prófi flyst hvort eð er utan eftir nám, vegna þess að ekki eru næg atvinnutækifæri innanlands.  Hluti þeirra sem eftir sitja fá vinnu þar sem háskóla nám nýtist og einhver hópur nælir sér í þægileg sæti þar sem háskólagráður er ekki krafist.  Síðan er stór hjörð, sem hefur enga burði til að vera í langskólanámi og ætti að vinna eitthvað ærlegt handtak og skapa tekjur í stað þess að eyða þeim.

Hvernig væri það að þriðjaflokks háskólinn okkar, Háskóli Íslands, tæki sér tak og kannaði hvað mundi sparast mikið með því að hætta þessu viðáttumikla háskólabrölti og draga saman hvað það sparaði í  þjóðarbúinu, að hafa einungis einn háskóla og vera eingöngu með um þúsund nemendur í námi á hverju ári. 

Þurfum við fleiri háskólamenntaða menn á ári til að mæta eðlilegum afföllum?
mbl.is Dragi djúpt andann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sem talað frá mínu hjarta hættið þessu helvítis bulli við höfum ekkert við alla þessa háskóla að gera, einn ðflugur háskóli fyrir skitnar 330000 hrǽður er meira en nóg hefur verið, reiknað hvað það mundi spara þjóðfélaginu

Björn Karl Þórðarson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband