Út yfir gröf og dauða.

Hvað með jólamessur og messur yfirleitt?  Hvar ætla útrásagengi STEFS að stoppa? 

Hvenær mega sjúklingar með eyrnasuð, eiga von á að þurfa að greiða STEF-gjöld fyrir að vera með suð í eyrum daglangt?  Hvað með þá sem búa við umferðagötu og eru þeirrar ánægju aðnjótandi að vera með hljóðið frá umferðinni inn á gafli hjá sér?  Hvað með fuglasönginn?
mbl.is STEF-gjald af allri tónlist við jarðarfarir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gróa Hreinsdóttir

Meira að segja þeir sem spila eigin frumsamda tónlist á tónleikum, þurfa að borga STEF-gjöld. Það skil ég ekki ......

Gróa Hreinsdóttir, 9.11.2010 kl. 09:30

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fólkið, sem er viðstatt jarðarfarir eða hliðstæða tónleika er sem betur fer ekki dautt, heldur lifandi.

Ómar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 09:48

3 identicon

Veit ekki alveg hvernig er farið með þessi stefgjöld? Hvernig er þeim svo skipt á milli tónlistarmanna?  Og þarf ég þá að greiða stefgjöld ef ég syng Gamla Nóa eða Fyrr var oft í koti kátt fyrir börnin mín og gesti þeirra?

(IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 11:02

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hvenær mega sjúklingar með eyrnasuð, eiga von á að þurfa að greiða STEF-gjöld fyrir að vera með suð í eyrum daglangt?  Hvað með þá sem búa við umferðagötu og eru þeirrar ánægju aðnjótandi að vera með hljóðið frá umferðinni inn á gafli hjá sér?  Hvað með fuglasönginn?

Er þetta ekki bara spurning um tíma?

Veit ekki alveg hvernig er farið með þessi stefgjöld? Hvernig er þeim svo skipt á milli tónlistarmanna?

Eftir að hafa tekið mjög stórann hluta af þessu sjálfir hjá STEF, þá er restinni af þessu dreift að mestum hluta til nokkurra vel valinna vina!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.11.2010 kl. 17:13

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ómar.  STEF er til þess að gæta hagsmuna þeirra sem semja og/eða eru rétthafar tónlistar.  Það batterý innheimtir og útdeilir fjármunum eftir reglum sem STEF virðist breyta sér í hag við hvert minnsta tilefni. 

Nú vill svo til að bróðurpartur af sálmum eru eftir löngu gengna einstaklinga, suma erlenda og er þar af leiðandi ekki "gjaldskyld" tónlist, ef svo má að orði komast, þ.e. engin rétthafi er ofar moldu og sú tónlist því almenningseign í flestum tilfellum og þá skiptir engu hvort menn eru lífs eða liðnir sem á hlíða. 

Hvernig ætlar STEF að greiða þóknun til þeirra sem löngu eru látnir?  Mun STEF leggja blómsveig á grafir tónskálda frá hlustendum tónlistarinnar í réttu hlutfalli við flutning verka þeirra við jarðafarir? 

Held varla. 

STEF mun hafa sína prívat hentisemi hér eftir sem hingað til og ráðstafa þeim fjármunum á sinn hátt.

Benedikt V. Warén, 9.11.2010 kl. 23:44

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Silla.  Þú verður allavega að passa að söngurinn heyrist ekki út, því þá flokkast hann sem flutningur á almannafæri og gæti verið gjaldskyldur. 

Benedikt V. Warén, 10.11.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband