Bloggfærslur mánaðarins, maí 2021

Sjaldan launa orkufyrirtækin ofeldið.

Þetta er af heimasíðu RÚV: 

https://www.ruv.is/frett/2021/05/20/thrifasa-rafmagn-fylgir-ekki-ljosleidara-a-heradi

RARIK ætlar ekki að nýta tækifærið þegar ljósleiðari verður lagður í sveitir á Héraði í sumar og leggja þrífasa jarðstreng samhliða. Forstjóri RARIK segir efni og vinnu við þrífasa jarðstrengjavæðingu rafmagns mun dýrara en við ljósleiðara, og fyrirtækið þurfi tæp 10 ár héðan af til að ljúka þrífasavæðingu allra býla í ábúð til sveita.

Svona rétt til að halda því til haga, að Lagarfossvirkjun var stækkuð 2007.  Það eru fjórtán ár síðan!

Þetta er enn eitt dæmið um hroka orkufyrirtækja í garð landsbyggðarinnar og ekki skánaði það við Orkupakka 3, sem stjórnvöldum tókst að hnoða í gegnum þingið án þess að þorri þingmanna hefði hugmynd um til hvers það leiddi.  Meðal annars var því fleygt fram, að það mundi flýta fyrir styrking raforkukerfisins á Íslandi og bæta á allan hátt.  

Þegar spurt var fengust engin svör.

Á Egilsstöðum er ekki nægjanlega tryggt rafmagn til að hægt sé að bjóða fyrirtækjum s.s. gagnaverum, aðstöðu á Egilsstöðum.  Þetta er ótrúlegt á sama tíma og eitt stæðsta orkuver í Evrópu er innan sveitarfélagsins.

Við virkjunar Kárahnjúka voru miklir vatnaflutningar milli Jökulsár á Brú yfir í Lagarfljótið á Fljótsdalshéraði.  Enungis lítilsháttar bætur fengust vegna sannanlegs landrofs á bökkum Lagarfljótsins til landeigenda, sem áttu land að því.

Aukaafurð fylgdi þessu aukna vatnsmagni í Lagarfljóti og það nýtti eigandi Lagarfossvirkjunar og stækkaði orkumannvirkið og meira en tvöfaldaði orkuöflun sína með litlum tilkostnaði.  Ekki fékk sveitafélagið við þá aukningu, nema sem nam fasteignagjöldum á stækkun mannvirkja.

Nú er enn öll tormerki að orkufyrirtæki geti séð sóma sinn í að koma á móti samfélaginu með því að koma íbúum þess í samband við nútíma orkuafhendingu.  Hvernig væri að girða sig í brók og afhenda orðalaust þriggja fasa rafmagn sem víðast. 

Nei. - Það er svo mikill kostnaður fyrir aumingja orkufyrirtækið.

Er furða þó landsbyggðarmönnum sé í nöp við DAS-liðið að sunnan!

 

 

 

 

 

 

 


Veit vinstri hönd ASÍ ekki hvað hægri hönd ASÍ er að gera

Bjarg íbúðafélag og IKEA í samstarf um hagkvæmar íbúðir

Bjarg íbúðafélag og IKEA í samstarf um hagkvæmar íbúðir
 

Bjarg íbúðafélag og IKEA hafa gert samkomulag um samstarf vegna íbúða Bjargs.  Í samkomulaginu fellst að Bjarg mun leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins.  IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma.

Íbúðir Bjargs íbúðafélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið virkir á vinnumarkaði og fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB í a.m.k. 16 mánuð, sl. 24 mánuði miðað við úthlutun.

 

Hvað með félaga innan vébanda ASÍ, sem eru að vinna við að smíða innréttingar í íbúðir?  

Er í lagi að sniðganga vinnustað þeirra?

Hvað er PLAY að gera öðruvísi en ASÍ?


mbl.is ASÍ hvetur fólk til að sniðganga Play
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugsveit Landhelgisgæslunnar

ÞAÐ er eflaust að bera í bakkafullan lækinn að koma með tillögu um staðsetningu á aukaþyrlusveit Landhelgisgæslunnar þar sem ákveðnar hugmyndir virðast nú vera rétt handan við hornið, ef marka má fréttir í fjölmiðlum.

Læknar hafa enn og aftur hvatt til þess að þyrlur verði staðsettar á landsbyggðinni og ekki er hægt að vera meira sammála þeim samþykktum. Þeir eru hins vegar fastir í að staðsetja fyrstu þyrluna á Akureyri, sem er illskiljanlegt. Þeir líta eingöngu á þyrlur sem tæki til sjúkraflugs en þyrlur eru fyrst og fremst heppilegar til björgunarstarfa við erfiðar aðstæður en geta nýst ágætlega til flutninga á sjúklingum um styttri veg.

*Ég vil benda á Egilsstaðaflugvöll sem valkost fyrir þetta verkefni og í því samhengi hef ég látið teikna inn á meðfylgjandi kort 200NM radíus út frá Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Rauði fleygurinn er ávinningurinn að hafa þyrlu á Akureyri, umfram Egilsstaði. Blái fleygurinn er ávinningurinn að hafa þyrlu á Egilsstöðum umfram Akureyri. Þar sést gjörla hvar ávinningurinn er meiri í drægi, að því gefnu að alltaf verði þyrlur staðsettar í næsta nágrenni við Reykjavík.

*Suður af landinPastedGraphic-4u eru einnig helstu siglingaleiðir fragtskipa og megnið af flugleiðum til og frá Íslandi liggja einnig þar um. Norræna siglir suðaustur af landinu og þetta er það svæði sem flest skemmtiferðaskip eiga leið um ár hvert.

Tekið skal fram að þetta er ekki vísindaleg úttekt, en gefur tilefni til þess að kanna nánar þessa tvo þætti, sem taka þarf tillit til við ákvörðun um staðsetningu þyrlunnar. Nánari rannsóknir þarf að framkvæma með tilliti til flugumferðar í samráði við Flugstoðir ohf. og afla upplýsinga um siglingaleiðir ferja og fragtskipa, sem eru væntanlega til í gögnum Landhelgisgæslunnar.

Staðsetning björgunarþyrlu og starfsstöðvar Landhelgisgæslunnar er um margt ákjósanleg á Egilsstaðaflugvelli.

1. Sjónflugleiðir frá Egilsstöðum eru góðar út á sjó, Héraðsflóinn, Fagridalur og Öxi. Ekki má gleyma vaxandi umferð um hálendi norðanverðs Austurlands og slysum vegna óhappa, m.a. á hópferðabifreiðum þar og á þjóðvegi eitt um hálendi Austurlands.

2. Upp hafa komið tilfelli þar sem ekki hefur reynst unnt að fljúga þyrlum frá Reykjavík til leitar og björgunar, sem hefðu tekið fullan þátt í aðgerðum með staðsetningu á Egilsstaðaflugvelli.

3. Ég bendi á að um Egilsstaðaflugvöll er mikil flugumferð og í ljósi atburða fyrir skömmu, þegar Fokker flugvél Flugfélagsins varð að lenda þar með annan hreyfilinn dauðan, þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að sjá að þá má á ekki mikið út af bera til þess að flugvöllurinn lokist.

4. Ef flugvél brotlendir á flugvellinum er líklegast að vellinum verði lokað og þar með er ekki hægt að lenda venjulegum flugvélum á vellinum til ná í sjúklinga. Þyrlur geta þrátt fyrir það athafnað sig á svæðinu.

5. Næsta aðgerðasjúkrahús er á Norðfirði og það tekur þyrlu um 15 mínútur að fara þangað með slasaða en um klukkustund tekur að fara þessa leið í sjúkrabíl. Þar er einnig flugvöllur til að ná í sjúklinga, ef flytja þarf þá annað, t.d. til Reykjavíkur.

6. Verði óhapp á Akureyrarflugvelli er einungis um fimm mínútna akstur á mun betra og fullkomnara sjúkrahús en hægt er að státa af í öllum Austurlandsfjórðungi.

Ég vil einnig vekja athygli á eftirfarandi:

A. Engin sjúkraflugvél er staðsett á Egilsstaðaflugvelli þrátt fyrir um 10.000 manna byggð innan áhrifasvæðis flugvallarins og lengst að fara á bestu sjúkrahús landsmanna. Þetta er þó talið nauðsynlegt í Vestmannaeyjum þar sem flugleiðin er 57NM á Reykjavíkurflugvöll með allar öflugustu vélar í íslenska flugflotanum og björgunarþyrlur tiltækar.

B. Á Ísafirði er einnig talin þörf á sjúkraflugvél.

C. Öflugasta sjúkraflugvélin er staðsett á Akureyri.

D. Á Ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum eru öflugar sjúkrastofnanir en ég tel einsýnt að sjúkrastofnun á Austurlandi standi þeim öllum langt að baki.

E. Það er hins vegar staðreynd að best búnu sjúkrahús landsins eru í Reykjavík, næstbest búna á Akureyri og síðan slappast þetta allt niður í kofaþyrpingu eins og á Egilsstöðum, þar sem menn skilja bara ekkert í því að enginn læknir vilji ráða sig til starfa.

F. Það er líka staðreynd að nær allt sjúkraflug er til Reykjavíkur. Örfá eru til Akureyrar og þar af eru flutningar með sjúka milli sjúkrahúsa sem ekki eru eiginleg sjúkraflug.

G. Ég bendi jafnframt á það, ef talin er þörf á að staðsetja flugvél á Ísafirði og í Vestmannaeyjum, hljóta að gilda sömu rök fyrir Austurland, sem er lengst frá hátækniþjónustu sjúkrahúsanna.

H. Hvernig reka á sjúkraflug og heilbrigðisþjónustuna er mat til þess bærra manna. Það eru sömu „sérfræðingarnir“ sem eru ráðuneyti heilbrigðismála til ráðgjafar um starfsemi vítt og breitt um Ísland og það ráðuneyti stjórnar, merkilegt nokk, einnig heilbrigðismálunum hér á Austurlandi. Því hljóta sömu rökin að gilda.

 

Grein mín í Morgunblaðinu 3.3.2008


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband