Bloggfærslur mánaðarins, desember 2021

Deilan um keisarans skegg.

Stóra málið er að ljúka við þetta stórfenglega verk og leggja í þetta það fjármagn sem þarf til að klára það. Það þarf að gera um þetta fjárhagsáætlun og opinberir sjóðir þurfa að leggja í það fjármagn þar til það stendur fullklárað hönnuðum og frumkvöðlum til sóma. Það er næsta víst að hjá almenningi og stöndugm fyrirtækjum má finna fjármagn.

Nú þegar hefur verkefnið aðdráttarafl, sem gefur nokkuð glögga mynd um hvað verður við það fullklárað.

Þetta er frábært verkefni til að uppfylla verkefni um Brothættar byggðir.

Koma svo!


mbl.is Telja brotið á sæmdarrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löng umræða um fjárlög allt frá 2002

-- Ein­hverj­ir þing­menn voru orðnir nokkuð lún­ir við fyrstu umræður um fjár­laga­frum­varp for­sæt­is­ráðherra fyr­ir árið 2002 á Alþingi í gær.--

segir á mbl.is

Ekki furða að Birgir ruglist í ríminu. Hann skreiddist í rúmið að kveldi kjördags sem Miðflokksmaður og vaknaði að morgni í Sjálfstæðisflokknum.


mbl.is „Frú forseti...“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er mesta svifrykið?

Gæti það verið í Reykjavík?

Þar er mest skafið, sandað og saltað.

Þar snjóar minna og þar hafa íbúar val um almenningssamgöngur.

En þá dettur einhverjum vitringnum í hug að rukka sérstaklega fyrir notkun á nagladekkjum.

Heilsársdekk virka ekki eins og nagladekk í mikilli hálku, það hef ég sannreynt.

Nagladekk eru engin alsherjar lausn og ávallt verður að aka miðað við aðstæður.

Púnkturinn er hins vegar sá, af því að þetta veldur mengun í Reykjavík á náttúrulega að koma í veg fyrir að nota nagladekk á landsbyggðinni þar sem færð á vegum er oft slæm, sérstaklega þegar bleyta ofan á ís valda mikilli hálku. Vetrarþjónustu er verr hægt að sinna m.a. skorts á fjárframlagi í slíkt.

Væri ekki heppilegra að byrja á því að rukka þá hressilga, sem ekki virða hámarkshraða? 


mbl.is Heimilt verði að rukka fyrir nagladekkjanotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband