21.8.2009 | 09:28
Hákon heitinn Aðalsteinsson kvað eitt sinn....
....Meiddir og slasaðir bíða menn bana
sem brölta á truntum um grundir og hlíð
Ég hef alltaf haft fyirr vana
að horfa framan í það sem ég ríð.
Eftir athugasemd frá Jóni Val, leitaði ég betur og fann tvær útgáfur til viðbótar. Önnur er svohljóðandi:
Týndir og slasaðir bíða menn bana
sem bægslast á hestum um grundir og hlíð
Hingað til hef ég haft fyrir vana
að horfast í augu við það sem ég ríð
Og einnig þessa, sem er ef til vill sú upphaflega:
Týndir og slasaðir bíða menn bana
sem bægslast á hestum um grundir og hlíð.
Ég hef fram að þessu haft fyrir vana
að horfast í augu við það sem ég ríð.
Mun ganga til sinna starfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Snillingurinn Hákon hlýtur að hafa haft þessa vísu eitthvað öðruvísi í þriðju línunni; sennilega vantar þar 2–3 atkvæði. Bráðfyndin er vísan, en það hefði ekki verið hans lag að spilla henni með galla á ryþmanum. Þú finnur kannski fullkomnu útgáfuna og lagar þetta, takk fyrir.
PS. Svo á ekki að vera punktur á eftir 1. línu, heldur annarri.
Jón Valur Jensson, 23.8.2009 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.