6.1.2009 | 18:11
Örvæntingin í Samfylkingunni.
Guðmundur Steingrímsson hefur sagt skilið við Samfylkinguna. Máltækið segir: Bragð er að þá barnið finnur. Mér hefur oft þótt umræddur Guðmundur vera barnalegur í framkomu, eða kanski væri nær að segja barnslega einlægur.
Athygliverður er sá kliður sem fer um bloggheiminn, sérstaklega er gaman að sjá hve pirraðir Samfylkingarmenn eru á þessu. Framsóknarflokkurinn fær sinn skerf á pirringnum frá fyrrverandi samflokksmönnum Guðmundar. Framsóknarflokkurinn hefur sína fortíð og hefur staðið og fallið með henni.
Það hefur hins vegar þótt henti í Íslensku fyrirtækjabrölti að skipta um kennitölu til að fela skítinn í slóðinni sinn. Það þótti einnig henta hjá Krötum þegar þeir gengu til verka og tóku þátt í að koma Samfylkingunni á koppinn, eða ef til vill betra að segja á kamarinn. Núna er farið að vella undan þröskuldinum á Samfylkingarheimilinu, ýmislegt sem betur væri hulið, - kamarinn er sem sagt orðinn fullur.
Ef sannir Samfylkingarmenn væri sjálfur sér samkvæmur, mundi þeir fylgja Guðmundi út úr sukkinu og helga krafta sína öðrum og heiðlarlegum stjórnmálaöflum, - ef þau eru þá á annað borð til.
Man einhver hvaða stjórnmálaafl bauð fram undir slagorðinu "Fagra Ísland" og hverjar urðu efndirnar?
Athygliverður er sá kliður sem fer um bloggheiminn, sérstaklega er gaman að sjá hve pirraðir Samfylkingarmenn eru á þessu. Framsóknarflokkurinn fær sinn skerf á pirringnum frá fyrrverandi samflokksmönnum Guðmundar. Framsóknarflokkurinn hefur sína fortíð og hefur staðið og fallið með henni.
Það hefur hins vegar þótt henti í Íslensku fyrirtækjabrölti að skipta um kennitölu til að fela skítinn í slóðinni sinn. Það þótti einnig henta hjá Krötum þegar þeir gengu til verka og tóku þátt í að koma Samfylkingunni á koppinn, eða ef til vill betra að segja á kamarinn. Núna er farið að vella undan þröskuldinum á Samfylkingarheimilinu, ýmislegt sem betur væri hulið, - kamarinn er sem sagt orðinn fullur.
Ef sannir Samfylkingarmenn væri sjálfur sér samkvæmur, mundi þeir fylgja Guðmundi út úr sukkinu og helga krafta sína öðrum og heiðlarlegum stjórnmálaöflum, - ef þau eru þá á annað borð til.
Man einhver hvaða stjórnmálaafl bauð fram undir slagorðinu "Fagra Ísland" og hverjar urðu efndirnar?
Athugasemdir
Guðmundur er passlega barnslegur eins og pabbinn. Hann hentar því vel í Framsóknarflokkinn.
Haraldur Bjarnason, 7.1.2009 kl. 18:06
Halli. Ég held að Framsóknarflokkurinn hefði alveg þolað nokkrum "caliberum" stærri kanónu.
Benedikt V. Warén, 7.1.2009 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.