Dabbi króna.

Davíð telur sig vita allt betur en aðrir.  Grímulaus einkavæðing hefur hvergi skilað árangri, samt barði hann hana í gegn á Íslandi.  Við súpum nú seyði af stjórnunarháttum hans og Sjálfstæðisflokksins undanfarinna ára.  

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) er stútfullur af einkavæðingapésum eins Davíð og því passa þessi vinnubrögð saman, eins og flís við rass, - þó reynslan sýni annað í öðrum löndum þegar svipaðar hörmungar hafa dunið yfir.

Íslenska þjóðin þarf ekki óvini, á meða Sjálfstæðisflokkinn er við lýði. 
mbl.is Varar við háum stýrivöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einkavæðing er eitt, einkavinavæðing er annað.

Og: Bankarnir voru þjóðnýttir aftur.  Hvar er einkavæðingin í því?  Ekki er Ríkið einkafyrirtæki - þó það vilji líta á sig sem slíkt.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.11.2008 kl. 12:13

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það eina sem yljar manni í eymdinni, er að íhaldið skuli þurfa að snúa til kommunisma með bankana, -með því að ríkisvæða þá aftur. 

Geta hlutirnir staðið meira á haus?

Benedikt V. Warén, 4.11.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband