Ísöld í heilastafseminni.

Það sem mig undrar mjög í allri þessari umræðu, að stöðugt skuli vera klifað á lánum, lánum og aftur lánum.  Er ekkert annað til??

Er ekki hægt að skoða aðra hluti, en að koma fjármálaheiminum til bjargar?  Þessum sama sýndarheimi, sem er búin að koma allri heimsbyggðinni á vorarvol með skýjaborgum og vonlausu plotti með innistæðurleus hlutabréf.

Er ekki rétt að skoða annan vinkil öllu þessu ferli?  Hjól atvinnulífsins eru að stöðvast, hvert af öðru.  Uppsagnir eru daglegt brauð og um þrjú þúsund manns er búið að missa vinnuna, s.k.v. heimildum fréttastofa.

Er ekki leið að fá stöndug fyrirtæki á norðurlöndunum að koma inn í atvinnustarfsemina hér og leggja hlut í fyrirtæki sem eru að stöðvast eitt af öðru vegna aðgerða stjórnvalda.  Það ætti að vera hægt að breyta lögum þannig, að fyrirtæki fái styrk á Íslandi, sem geta komið á samstarfi við erlent fyrirtæki og erlenda fyrirtækið fengi ríflega skattaivilnum í heimalandi sínu.  Aðra kosti þarf að skoða sem eru áhugaverðir fyrir erlenda fjárfesta. 

Hlutabréf ættu að fást á góðu verði hér nú um sturndir, en lykilatriði er að þau starfi áfram og ef að spár ganga eftir, ætti að verða uppsveifla innan fárra ára og þá hækka hlutabréf í verði og erlenda fyrirtækið getur þá selt, - jafnvel grætt á öllu saman.
mbl.is Norðmenn lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er ekkert spáð í að auka tekjurnar

Sigurður Þórðarson, 3.11.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband