21.6.2008 | 17:33
Að bíða eftir IcelandExpress.
Búinn að vera í fríi undanfarna viku í Finnlandi. Fyrst á norrænu vinabæjarmóti í Äänekoski og Suolati og síðan í fríi hjá systur minni Völlu í Barösund. Nú er ég á leiðinni heim.
Vekjaraklukkan hringdi klukkan 04:00 og þá var mál að fara á fætur. Níutíu mínútna ferð var fyrir höndum frá Barösund og að Vanta-flugvelli. Þegar þangað var komið var tilkynnt um 30 mín seinkum hjá Blue1 frá Helsingfors til Kaupmannahafnar, en það kom ekki að sök vegna þess að IcelandExpress var hvort eð er búið að klúðra fyrir mér deginum, með því að fella niður flugið sem átti að vera kl 13:00 frá Kaupmannahöfn beint til Egilsstaða.
Nú þurfti ég að bíða til 21:20 og fara frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur og gista eina nótt í Reykjavík. Tíminn sem IcelandExpress skaffað mér hér í Kaupmannahöfn var nýttur til að skrifa nokkrar færslur upp úr dagbókinni í húsbílnum mínum IngMaren, sem ég á með systrum mínum og mágum í Finnlandi.
Þær færslur eru á www.123.is/konzo.
Vekjaraklukkan hringdi klukkan 04:00 og þá var mál að fara á fætur. Níutíu mínútna ferð var fyrir höndum frá Barösund og að Vanta-flugvelli. Þegar þangað var komið var tilkynnt um 30 mín seinkum hjá Blue1 frá Helsingfors til Kaupmannahafnar, en það kom ekki að sök vegna þess að IcelandExpress var hvort eð er búið að klúðra fyrir mér deginum, með því að fella niður flugið sem átti að vera kl 13:00 frá Kaupmannahöfn beint til Egilsstaða.
Nú þurfti ég að bíða til 21:20 og fara frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur og gista eina nótt í Reykjavík. Tíminn sem IcelandExpress skaffað mér hér í Kaupmannahöfn var nýttur til að skrifa nokkrar færslur upp úr dagbókinni í húsbílnum mínum IngMaren, sem ég á með systrum mínum og mágum í Finnlandi.
Þær færslur eru á www.123.is/konzo.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.