Krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu

Reykvíkingar vilja þóðaratkvæðagreiðslu um náttúru Íslands og flest þau atvinnutækifæri sem bjóðast landsbyggðinni.  Atvinnutækifæri sem henta vel utan borgarmúrinna og auk heldur falla vel að  þeirri vinnu við að freista þess að draga úr fólksflótta frá hinum dreifðu byggðum.  Þeir sömu meiga hins vegar ekki heyra það nefnt að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera eða víkja.  

Er þetta ekki Ragnars Reykás-syndrome??

Mörgum borgarbúanum virðist erfitt að átta sig á því að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna, ekki þeirra einna sem þar búa.  Það fylgir vandi vegsemd hverri.  Það er ekki eingöngu hægt að vera þyggjendur eins og Reykjavík hefur verið í áranna rás og verið rekin að stórum hluta með styrkjum frá landsbyggðinni.  Allar helstu stofnanir eru þar, stofnanir sem allir landsmenn tóku þátt í að stofna til og taka þátt í reka fram á þennan dag.  Nægir í því sambandi að nefna stjórnsýlu Íslands, menntastofnanir og sjúkrahús. 

Er ekki sanngjarnt að það sé þjóðaratkvæðagreiðsla, þegar kjörnir eru fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur, - höfuðborg allra landsmanna?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

LAndnotkun í hverju sveitafélagi er að mínu mati algerlega einkamál þess sveitafélags.

Það á við um íbúðabyggð, samgöngumannvirki, svo sem vegi og annað, veikjanir, verksmiðjur og hvaðeina.

Það er svo stutt frá því, að skilgreina eitthvað sem þjóðareign og hagsmuni allra landsmanna, til þess, að skipuleggja mjög þröngt með skilgreiningunni um hagsmuni allrar þjóðarinnar.

Minni á túlkanir á Þjóarviljanum í húsi nokkru rétt við Skólavörðustíginn.

Ofstjórnunarmenn, sem oftar en ekki eru í Kratískum flokkum, falla greiðlega í svona pytti. 

Var á fundi um frumvarp til laga um skipulagsSTOFNUN og LAndskipulag (hvar einmittt á að skilgrina þjóaðrhag/sameign þjóðarinnar/hagsmuni allra, bla bla.

Samband Sveitafélaga hafði svarað ráðherra og var hún ekki par hrifin af svarinu og sagði, að ,,líklega sýndi þetta svar, að þáð þyddi ekkert að vera með ,,samvinnu og samtal um niðurstöður"  og að þetta sýndi að hún ætti jafnvel ekkert að spyrja næst, það væru 63 menn sem væru alla dag í þ´ví að ákvarða hvað okkur væri fyrir bestu.

Sveitafæelögin væru svo lítil hvort sem er, að þar hefðu menn ekk neinar faglega forsendur eða vit á, skipulagsmálum og hvað kæmi þeim best.

Schásescku kom upp í hug mér strax.

Hann færði menn milli sveitafæelaga, þar sem menn vissu ekkert hvað þeim var fyrir bestu, hann stækkaði sveitafæéögin með lagasetningu, þar sem menn þar vissu hvort sem ekkert.

Hann var vatnsekta Krati.  Samræðustjórnm´lain enduðu ALLTAF þannig að það sem lagt var upp með að hálfu Ríkisins VARÐ OFANÁ. 

EF einhver vandamál urðu á þeirri vegferð, var þeim eytt.

Miðbæjaríhaldið

ber jafna virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti Vetfirðinga, Austfirðinga, Norðlendinga ,Sunnlendinga, Vestlendinga OG Rvíkinga.

Bjarni Kjartansson, 6.6.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Munurinn á Reykjavík og "krummaskuði" úti á landi og sjálfsákvörðunarrétti þess síðarnefnda, er að "krummaskuðið" er bara "krummaskuð úti á landi" en Reykjavík er höfuðborg lýðveldisins og þar með "yfirkrummaskuð" allra þegnanna, sem þarf að hugsa um meira en rass..... á sjálfri sér.  Það gengur nokkrum íbúum 101 svæðisins illa að skilja.  

Að vera höfuðborg felur í sér meira en að soga til sín megnið af fjármagningu, sem verður til úti á landi, mergsjúga fátæka námsmenn með hárri húsaleigu og námsgjöldum.  Að vera höfuðborg er meira en að hrifsa til sín alla bestu bitana og hirða skatta af öllum hæst launuðu þegnum samfélagsins, sem flestir búa í Reykjavík. 

Hvenær ætla Reykvíkingar þroskast og hætta að hugsa eins og þurfalingar landsbyggðarinnar??  

Skil hins vegar ekki hvað Nikolae Chaushesku (..Schásescku..?) kemur við þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi og Ragnars Reykás-syndrominu,  sem margir í 101 eru þjakaðir af. 

Smá upplýsingar í lokin.  Reykjavíkurflugvöllur liggur þar að auki stærstum hluta til á landi ríkisins, ekki borgarinnar.

Benedikt V. Warén, 6.6.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband