Loka til að geta auglýst??

Það stingur nokkuð stúf, að á sama tíma og stjórnendur Símans ákveða að loka starfsstöð á Egilsstöðum, er í gangi kostnaðarsöm áróðursherferð í blöðum og sjónvarpi.  Fyrir þessar auglýsingar, sem ekki eru gefnar, mætti eflaust reka útibúið á Egilsstöðum í nokkur misseri.

Málið er hinsvegar ekki flókið.  Þetta er svokallað Reykjavíkurheilkenni og virkar þannig hjá stjórnendum fyrirtækja, íbúum borgarinnar og alþingismönnum yfirleitt, að það sem er lengst frá Reykjavík er ekki á vetur setjandi

Svo einfalt er það.

Svo væla þessir sömu einstaklingar reglulega um að færa störf út á land.  Maður gæti ælt.
mbl.is Síminn lokar búð á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

og hvar er símaaurinn

Einar Bragi Bragason., 20.5.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Fór hann ekki í Grímseyjarferjuna......

Benedikt V. Warén, 20.5.2008 kl. 09:22

3 identicon

Æli þér til samlætis. Fróðlegt verður að sjá niðurstöður úr þeirri "athugun" sem nú stendur yfir varðandi 10 störf til viðbótar á Egilsstaðaflugvelli. Jafnvel 11, ef tækniþjónusta við stuttbylgjusenda er talin með. Og það án þess að þessi störf séu "færð" einhversstaðar frá , heldur eru þau "ný".

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ólafur.   - Það væri hreint frábært ef það gengi eftir.

Benedikt V. Warén, 20.5.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband