15.5.2008 | 22:57
Léttsýrð mjólk frá Akureyri á Austurlandi.
Hagræðingin heldu allstaðar innreið sína, nú er það mjólkin. Það eru búið að loka fyrir mjókurvinnslu í mjólkurbúinu á Egilsstöðum, þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað.
Fyrst er mjólkinni ekið frá bændum og safnað saman á Egilsstöðum. Frá Egilsstöðum er henni ekið og pakkað á Akureyri til að hægt sé að senda strax hana viðstöðulaust til baka í verslanir á Austurlandi.
Vont er þegar það vantar mjólk í kælana í kaupfélaginu, verra er að fólk missi vinnu sína vegna stjórnsýslunnar í öðrum sóknum en allra verst er þó, að mjólkin endist mun verr en áður og verður fyrr bragðvond.
Skal engan furða, - hún er orðin bílveik blessuð mjókin.
Lausnin er að gefa beljunum bílveikitöflur fyrir mjaltir.
Fyrst er mjólkinni ekið frá bændum og safnað saman á Egilsstöðum. Frá Egilsstöðum er henni ekið og pakkað á Akureyri til að hægt sé að senda strax hana viðstöðulaust til baka í verslanir á Austurlandi.
Vont er þegar það vantar mjólk í kælana í kaupfélaginu, verra er að fólk missi vinnu sína vegna stjórnsýslunnar í öðrum sóknum en allra verst er þó, að mjólkin endist mun verr en áður og verður fyrr bragðvond.
Skal engan furða, - hún er orðin bílveik blessuð mjókin.
Lausnin er að gefa beljunum bílveikitöflur fyrir mjaltir.
Athugasemdir
Pelli ertu þá bara að drekka sjeik alla daga? (veit ekki hvort þetta slangurorð yfir mjólkurhristing er rétt skrifað!) - Annars er það ótrúlegt á tímum samkeppnislaga og alls eftirlits með samkeppni að þessi stóra sameining í mjólkuriðnaðinum skuli vera leyfð. - Svo er eins og alltaf áður að öll hagræðingin leiðir til aukins kostnaðar og meiri flutninga á ofhlöðnum þjóðvegum. - Alltaf er það neytandinn sem borgar fyrir rest. -Sástu ekki alla ýsuna sem flaut út úr flutningabílnum sem valt á Fjöllunum í gær. Hefði nú ekki verið hagkvæmara fyrir þjóðarbúið að landa þessu á Austfjörðum eða safna nokkrum gámum saman í eitt skip? - Þetta voru jú 22 tonn.
Haraldur Bjarnason, 15.5.2008 kl. 23:05
Eða nota flugvöllinn til að flytja út aflann...Halli, - nota flugvöllinn.
Hvar eru allar heitingar útgerðarinnar um að nýta flugvöllin til útflutnings á afla. Völlurinn var tekin í notkun 1993 og ekki bólar á útgerðarmönnum enn. Geta útgerðamenn ekki notað á sér kollinn?
Ég bara spyr, - eins og Kristinn Pétursson.
Þessi fiskur hefði betur allur verið kominn á markað í Oostende.
======
Ps. Það verður mjólkurhristingur í öll mál þá vikuna sem mjókurbíllinn fer á hliðina á Biskupshálsinum.
Benedikt V. Warén, 15.5.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.