Flugklúbbur Egilsstaða.

Í nokkrum sveitarfélögum á Austurlandi voru byggðir flugvellir og á þá stundað áætlunarflug í mislangan tíma eftir sveitarfélögum.  Við Hánefsstaði var kostað talsverðu til að koma Seyðisfirði í samband loftleiðis við aðra staði.  Á Bakkafirði og Fáskrúðsfirði gegndi sama máli, en áætlunarflug og nýting flugvallanna náði aldrei flugi, svo notað sé nærtækt líkingamál.

Stjórn Flugklúbbs Egilsstaða hefur nú samþykkt að hafa það sem verkefni í samvinnu við þau sveitarfélög, er hafa innan fjallahringsins aflagða flugvelli að freista þess að koma þeim í gagnið aftur.  Til þess að svo megi verða, þarf að vinna koma til samvinna sveitarfélagsins, Fugstoða ohf og Flugmálastjórnar Íslands.  Þetta er gert með það í huga, að auka öryggið í einkaflugi og skemmtanagildi þess sports að geta nýtt fleiri staði til að tylla niður lítilli einkaflugvél eða fisi.

Verkefni þetta getur kallast “Að taka flugvöll í fóstur”.  Ofantaldir eru þeir flugvellir sem flugklúbburinn hefur augastað á núna og auk þess að byggja upp og bæta lendingastaði á hálendinu, nú fyrst  á Sauðármel (ca. 64°50’ N - 16°02’ W).  Lendingastaðurinn þar er staðsettur á mel og vel útfærður frá náttúrunnar hendi.  Ekki þarf að færa til efni, einungis valta hann árlega og laga hatta og vindpoka.  Klúbbfélagar munu alfarið sjá um þetta verkefni.

Erindi hafa verið send inn til Flugmálastjónar Íslands, Flugstoða ohf og Egilsstaðabæjar.  Munnlegt leyfi hefur fengist frá landeigenda.  Auk þessa er fyrirhugað að koma upp aðstöðu fyrir klúbbfélaga og byggja við fluskýlið vegna vaxandi flugflota.  Nú er bara að að fara að bretta upp ermarnar, - verkefnin eru næg.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband