4.3.2008 | 13:31
Sjálfstæðisflokkurinn vafrar í þokunni
Það er erfitt að átta sig á hvað er í gangi í Sjálfstæðisflokknum þessa dagana, allt virðist snúa þar á haus. Þegar kemur að einstöku málaflokkum, eins og t.d. flugvellinum í Vatnsmýrinni vill Gísli Marteinn Baldursson flugvöllinn í burtu, þrátt fyrir samning um annað við settan borgarstjóra. Gísli er ekki tilbúinn að stuðla að heilbrigðri samkeppni í innanlandsfluginu. Hann berst gegn því að heimila flugfélaginu Iceland Express að koma upp aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll með flugstarfsemi. Sjálfstæðismenn eru hér að endurvinna úrelta haftastefnu, sem eignað var Framsókn og var aflöð rétt eftir seinni heimstyrjöldina.
Háskóli Reykjavíkur fær hins vega gefna lóð til að byggja þar upp sína starfsemi. Hvað er í gangi??
Þetta er ótrúlega grímulaus og óskammfeilin árás á landsbyggðafólk og sýnir það eitt, að borgarráðsmenn í Reykjavík er að stimpla hreppinn út sem höfuðborg Íslands með þessu háttarlagi. Það er ekkert náttúrulögmál að Reykjavík sé höfuðborg, það er samkvæmt lögum og lög eru mannanna verk og lögum má breyta.
Verst af öllu er að sjálfstæðismenn á Egilsstöðum ganga með sömu kvillana gagnvart flugvöllum og virðist sem þetta mein sé bráðsmitandi meirihlutafaraldur sem gengur manna á milli í sumum flokknum. Nú ætla sjálfstæðismenn á Egilsstöðum að hefja sína herferð gegn flugvellinum og hefja byggingar í nágrenni hans og hefja þar með baráttuna um að hann hverfi úr landslaginu á einhverju árabili.
Það á að þrengja að vellinum og landbúnaðarstarfsemi sem fyrir er á svæðinu. Á þessum tímapunkti er ekki vitað hvaða starfsemi tengist flugvellinum og því óþarfi að þrengja að honum á nú. Áherslur meirihlutans í bæjarstjórn Egilsstaða er að setja niður bílasölu þar sem kúabú er starfandi, eitt það stærsta á Austurlandi og vera um leið hamlandi á starfsemi við flugvöllinn.
Nú eru hlutirnir ekki þannig að það sé landlaust í nágrenni Egilsstaða, það eru hins vegar talsverðar þrengingar í víðsýni stjórnmálamanna, sem þannig ætla að höndla málin.
Ætli það sé hægt að bólusetja við þessu fári??
Háskóli Reykjavíkur fær hins vega gefna lóð til að byggja þar upp sína starfsemi. Hvað er í gangi??
Þetta er ótrúlega grímulaus og óskammfeilin árás á landsbyggðafólk og sýnir það eitt, að borgarráðsmenn í Reykjavík er að stimpla hreppinn út sem höfuðborg Íslands með þessu háttarlagi. Það er ekkert náttúrulögmál að Reykjavík sé höfuðborg, það er samkvæmt lögum og lög eru mannanna verk og lögum má breyta.
Verst af öllu er að sjálfstæðismenn á Egilsstöðum ganga með sömu kvillana gagnvart flugvöllum og virðist sem þetta mein sé bráðsmitandi meirihlutafaraldur sem gengur manna á milli í sumum flokknum. Nú ætla sjálfstæðismenn á Egilsstöðum að hefja sína herferð gegn flugvellinum og hefja byggingar í nágrenni hans og hefja þar með baráttuna um að hann hverfi úr landslaginu á einhverju árabili.
Það á að þrengja að vellinum og landbúnaðarstarfsemi sem fyrir er á svæðinu. Á þessum tímapunkti er ekki vitað hvaða starfsemi tengist flugvellinum og því óþarfi að þrengja að honum á nú. Áherslur meirihlutans í bæjarstjórn Egilsstaða er að setja niður bílasölu þar sem kúabú er starfandi, eitt það stærsta á Austurlandi og vera um leið hamlandi á starfsemi við flugvöllinn.
Nú eru hlutirnir ekki þannig að það sé landlaust í nágrenni Egilsstaða, það eru hins vegar talsverðar þrengingar í víðsýni stjórnmálamanna, sem þannig ætla að höndla málin.
Ætli það sé hægt að bólusetja við þessu fári??
Athugasemdir
Ég heyrði Gísla Martein segja í útvarpi að Iceland Express gæti fengið lóð við Reykjavíkurflugvöll, en ekki þessa lóð sem þeir sóttu um. Vinstra og R-listafárið sem lengi ríkti í Reykjavík er búið að þrengja svo að öllu þarna að það verður að fara að skipuleggja uppá nýtt, með tilliti til þess að flugvellinum sé tryggt starfsrými.
Varðandi Egilsstaði, þá er nú þegar orðin sú landflutningaþróun þar að augljóst er að ekki verður öllu lengur hægt að una við það að þjóðvegur nr.1 liggi þar í gegn. Það verður að koma vegur ofanvið (austan) við kaupstaðinn, af a.m.k. tveim ástæðum:
1. Flutningabílar eru orðnir það stórir og þungir, og fara stækkandi, að þeir geta ekki notað veginn þarna í gegn. Þeir ná varla beygjunni nú þegar, hvað þá heldur þegar frammí sækir.
2. Stórflutningaumferð og hraðfara gegnumumferð setur bæjarbúa í stórhættu, sérstaklega börn, og hamlar öllu mannlífi í bænum.
3. Sú umferð sem nú er beint í gegnum bæinn á leið norður á ekkert erindi til Egilsstaða, þaðanaf síður til Fellabæjar, og er af þessu hin mesta töf sem fær fólk til að aka óvarlega í gegn.
Og þjónustuna við þessa umferð, svo og bílasöluparadísina má byggja sitt hvoru megin nýs vegar, sem lægi þá yfir fljótið utanvið flugvöllinn, enda beinasta og stysta leiðin. Þar má einnig setja stórmarkaðina og hina ýmsu verslunarþjónustu af stærri gerðinni.
Kýrhaginn verður svo að víkja fyrir lengingu flugbrautarinnar og byggingu flugskýla og vöruskemma fyrir flugfrakt.
Og þetta með bólusetninguna já. Hin eina bólusetning sem gæti virkað væri að þið heimamenn sem þekkið vel til þessara mála upplýsið bæjarstjórnarmenn og þá sem sækjast eftir kosningu til starfa fyrir bæjarfélagið um mikilvægi þessa. Þá er möguleiki að þessu sérstaka stórslysi verði afstýrt.
Enn er lag, en það varir ekki lengi.
Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:42
Ólafur. Það er ansi billegt að kenna R-listanum um, þegar engin samræmd stefna er meðal núverandi valdhafa í flugvallarmálinu. Þar tala menn út og suður, fara svo í samkeppni um nýja LEGO-byggð ofan í allt saman á flugvallarsvæðinu.
Eftirfarandi frétt er í Visir.is í dag: "Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segir að núverandi staða í málefnum Reykjavíkurflugvallar sé erfið fyrir alla aðila, jafnt þá sem vilja sjá flugvöllinn áfram í Vatnsmýri og þá sem vilja að hann fari. Hann segir flugvallarstarfsemina vera í sjálfheldu vegna þeirrar óvissu sem málið er í."
Varðandi Egilsstaðaflugvöll og næsta nágrenni, óttast ég mjög að þar verði teknar rangar ákvarðanir. Núverandi meirihluta sjálfstæðismanna, sem setið hefur allt of lengi, hefur verið sérstaklega lunkinn við að klúðra málum í samfélaginu. Nefni gjöfina á Eiðastað, salan á Valaskjálf og klúðrið þegar þeir keyptu land af KHB á margföldu því verði, sem upphaflega var sett á það land.
Er furða þó maður dragi í efa, hæfni þessa hóps til góðra verka??
Benedikt V. Warén, 4.3.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.