Öfugsnúið kerfi

Maður hefur lifað tímana tvenna og man þá tíð þegar rafmagnið var stöðugt að detta út, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.  Þá var framleislan af skornum skammti og lítið mátti útaf bera til þess að fólk sæti í myrkri vegna rafmagnsleysis. 

Þetta var algengt þegar mikil ofankoma var, ísing og/eða fárviðri.  Stundum tók marga daga að gera við og meðan gengu díselstöðvar og rafmagnið skammtað.

Það skýtur því óneytanlega nokkuð skökku við, að þegar offramleiðsla er á rafmagni og öflugar lagnir flytja það til kaupenda, að þá skuli kerfið slá út í tíma og ótíma. 

Ljósi punkturinn er hins vegar sá, að þetta ástand varir oftast skamma stund í hvert sinn.
mbl.is Álverið sló út rafmagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband