14.2.2008 | 13:05
Er ekki tími kominn til að sameinast.
Mikil umræða hefur átt sér stað um sameiningar á Íslandi á undanförnum árum og talsvert áunnist í þeim málum á landsbyggðinni.
Það er því merkilegt að fylgjast með sveitarfélögum á stór-Reykjavíkursvæðinu, þar sem bæjarmörkin eru ár frá ári að verða óljósari, að engin sameining sé þar á döfinni. Hvert sveitarfélag er að hanna og útfæra sinn bæ og koma upp miðbæ til að laða til sín fólk.
Talsverðir erfiðleikar eru á skipulagi og samþættingu milli sveitarfélaga, þar sem hlutirnir þurfa að fara fyrir margar nefndir hjá mörgum sveitarfélögum áður en þeir ná fram að ganga.
Hvenær ætla menn að láta af þessum smáborgarahætti og sameina stór-Reykjavíkursvæðið í eitt, þannig að hlutirnir geti farið að ganga eðlilega fyrir sig??
Það er því merkilegt að fylgjast með sveitarfélögum á stór-Reykjavíkursvæðinu, þar sem bæjarmörkin eru ár frá ári að verða óljósari, að engin sameining sé þar á döfinni. Hvert sveitarfélag er að hanna og útfæra sinn bæ og koma upp miðbæ til að laða til sín fólk.
Talsverðir erfiðleikar eru á skipulagi og samþættingu milli sveitarfélaga, þar sem hlutirnir þurfa að fara fyrir margar nefndir hjá mörgum sveitarfélögum áður en þeir ná fram að ganga.
Hvenær ætla menn að láta af þessum smáborgarahætti og sameina stór-Reykjavíkursvæðið í eitt, þannig að hlutirnir geti farið að ganga eðlilega fyrir sig??
Gunnar Birgisson: Höldum okkar striki" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sameina hvað.. einræðið í kópavogi við sjálfstæðisbullið í reykjavík ?
Óskar Þorkelsson, 14.2.2008 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.