27.12.2007 | 13:13
Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni
Íslendingar eru um 312 þúsund og 500 þúsund farþegar fljúga í innanlandsflugi, flestir til og frá Reykjavík. Þess verður ekki langt að bíða að hver íslendingur fljúgi að meðaltali, tvisvar á ári í innanlandsflugi.
Í ljósi þessa, er það ótrúlegt að nokkrum hugsandi manni skuli detta það í hug, að byggja nýjan flugvöll fjarri miðbænum. Hvaða borg, sem vill gera sig gildandi í samfélaginu, mundi senda aðal járnbrautarstöðina 45 km út fyrir miðbæinn?
Engum nema, fáum þröngsýnum einstaklingum með ríkan smáborgarahátt.
Hálf milljón farþega með innanlandsflugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni!
Rebekka Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 14:51
Ég tek heils hugar undir þetta.
Steinþór Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 15:10
Já það er gott að búa í Reykjvík og þurfa ekki að fara til Akureyrar eða annars bæjar út á landi til að fara til læknis eða lenda í slysi og þurfa að fara í sjúkraflugi til að bjarga lífi sínu. Auðvitað er hægt að nota þyrlu, en ef þú ert með höfuðáverka þá má ekki nota þyrlu nema fara strandlengjuna og það er eitthvað sem ekki er viðunandi þegar hver mínúta skiptir máli. Þarna er gott að nota spakmælið gamla: "Heimskt er heima alið barn." Þeir sem aldrei hafa verið annarsstaðar en í Reykjavík, þekkja ekki aðstöðu þeirra sem utan borgarinnar búa.
Hulda H Ingadóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 16:41
Gleðileg jól Pelli. Ekki vissi ég það fyrr en núna að þú værir bloggari
Ég tek undir þetta með flugvöllinn. Það er eins og það vilji gleymast að Reykjavík er höfuðborgin okkar og hefur skyldur við alla landsmenn.
Ég vil öfluga höfuðborg og ég vil að stjórnendur borgarinnar geri sér grein fyrir því að það er líf ofan og handan við Ártúnsbrekkuna.
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 00:44
Þetta eru orð að sönnu Pelli.
Innanlandsflugið hefur aukist og svo hefur sjúkraflugið stór aukist á undanförnum árum. Nú er hluti flugdeildar LHG fluttur til Keflavíkurflugvallar og held ég að það sé ágætt að hafa hluta þar en höfuðstöðvarnar verða að vera hér í Reykjavík, hér er allt annað veðurfar heldur en í KEF og til að mynda getur vindur verið þannig að ekki sé hægt að fara í loftið á þyrlum en vel fært frá Reykjavík.
Svo er tvennt mjög slæmt varðandi Reykjavíkurflugvöll.
1. Öfugþróun. Hér er verið að byggja nýtt hús Háskólans í Reykjavík við hlíðarfót, þetta sést hvergi í nágrannalöndum okkar því flestir eru farnir að flytja Háskólabyggðir út fyrir bæjarkjarna. Hefði ekki veirð betra að fara með HR upp að Keldnaholti t.d.
2. Uppbygging við Reykjavíkurflugvöll. Ég held að það sé hvergi í nágrannalöndumokkar þar sem ekki hefur verið hægt að byggja eitt einasta hús/skýli við flugvöll í 20-30 ár, jú ég fer ekki með rétt mál, Þyrluþjónustan byggði 1 skýli en það er nú allt og summt. Hvað heldur þú að t.d. hestamenn myndu segja ef þeir fengju ekki að byggja nema 10% af því sem þeir hafa gert á undanförnum 20 árum?
VS
Valur Stefánsson, 28.12.2007 kl. 09:44
Ég tek heilshugar undir orð þín.
Það þarf enginn að láta sér detta í hug að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur. Það er hægt að eyðileggja hann eða leggja hann niður, en hann verður ekki fluttur.
Byggð myndast vegna samgangna--ekki öfugt. Ef Reykjavík vill vera höfuðborg Íslands þá verður að efla samgöngur við borgina ekki minnka þær. Ef Reykjavíkurflugvöllur verður eyðilagður vegna skammtímasjónarmiða einhverra þá sjáum við ef til vill fram á að Árni Sigfússon verði borgarstjóri í Reykjarnesborg!!!!
Það hefur verið beðið um að fá að byggja, að því að mér hefur verið tjáð, um 30.000 fm fyrir flugtengda starfssemi á og við Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár og öllu því hefur verið synjað. Flugvélar standa úti í öllum veðrum vegna þess að ekki eru til skýli fyrir þær--þetta fer illa með flugvélarnar og þær skemmast eins og orðið hefur í veðrunum í vetur. Það er nauðsynlegt að aflétta þeirri herkví sem Reykjavíkurflugvöllur er í og leyfa byggingar .
Eflum Reykjavíkurflugvöll--eyðileggjum hann ekki
Alfhild Nielsen
Alfhild Nielsen (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.