21.12.2007 | 00:43
Hvernig taka "Staksteinar" Mbl. á þessu?
Ég hef sjaldan verið jafn spenntur að bíða eftir að lesa álit Staksteina í Morgunblaðinu eins og nú. Fram að þessu hefur sá ágæti vetvangur verið fljótur til að gagnrýna ýmsar gjörðir manna í samfélaginu, sérstaklega þeirra sem ekki eru í Sjálfstæðisflokknum.
En eins og skrifað er í góðri bók, þó nú um stundir sé deilt um þýðingu hennar, þá reikna ég með að Staksteinar sjái eins og venjulega ... flís í auga náugans en ekki bjálkann í sínu eigin (flokksmanna-) auga.......
Rétt til að rifja upp frétt í DV um umrætt mál þann 20 des 2007:
"Ég er ekki sammála áliti nefndarinnar," segir Árni Matthiesen sem í dag skipaði Þorstein Davíðsson dómari við Héraðsdóm Austurlands og Héraðsdóm Norðurlands eystri , þvert á álit nefndar sem falið var að kanna hæfi þeirra fimm umsækjenda sem voru um stöðuna. Af þessum fimm taldi nefndin þrjá umsækjendur hæfari en Þorstein.
Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.