Jólakötturinn - Jólamarkaður

Jólamarkaður Félags skógarbænda á Héraði, Barra h/f, Skógræktar ríkisins á Hallormsstað og Héraðs- og Austurlandsskóga var í „gamla“ Barrahúsinu við Kaupvang í dag og þar var ýmislegt á dagskrá. 

Þar var ýmislegt til sölu:
Skógarbændur og Skógræktin seldu jólatré og ýmislegt nýtilegt jólaskreytinguna og arinvið út austfirskum skógum.
Þar voru handverkskonur með sokka, peysur, kökur og annað handverk.
Listiðjan Eik var með ýmsa muni, flesta úr íslenskum efnivið
Kalli sveins með harðfisk og hákarl
Kakó og vöfflur í höndum kvennfélagsins í Hróarstungu.
Kærleikskúlur voru boðnar til sölu af Soroptimistaklúbbi Austurlands

.
Annað sem var á boðstólonum var:
Keppni um best reykta hangikjötið.
Rússasúpa og ketilkaffi að hætti skógarbænda.

Harmonikkutónlist

Alla næstu viku frá kl. 13 -17 verða seld jólatré í Barrahúsinu (gamla).

Þarna var samankomið mikið fjölmenni og þessi atburður var hressilegt innlegg jólahaldið og gaman að koma og vera þáttakandi.  Spurningin um framhaldið fyrir næstu jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband