2.12.2007 | 18:59
Jólakötturinn kominn á kreik á Egilsstöðum.
Undanfarin ár hefur jólaköllurinn fengið uppreisn æru á Egilsstöðum og jólakattarþema verið á aðventunni í bænum. Edda Kristín Björnsdóttir á Miðhúsum hannaði köttinn í samvinnu við bónda sinn Hlyn Halldórsson og er hægt að kaupa hann ýmsum myndum frá þeim í jólavertíðinni. Hann hefur einnig einnig verið búinn til sem barmmerki, sem allir verslunarmenn bera á aðventunni.
Nokkrir varskir menn á ýmsum aldri tóku sig til og smíðuðu einn 2.5m háan kött, sem verður gestum og gangandi til yndisauka við Landsbankann á Egilsstöðum nú um jólin.
Þetta gerðu þeir í sjálfboðavinnu með stuðningi til efniskaupa frá Húsasmiðjunni, Landsbankanum, Sjóvá-Almennum og KHB.
Athugasemdir
þið eruð ágætir þarna uppfrá
Einar Bragi Bragason., 2.12.2007 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.