21.11.2007 | 18:24
Er Tollstjórinn í Reykjavík að brjóta landslög?
AIP-ICELAND er handbók flugmanna, með aðflugskortum flugvalla, upplýsingum um þá og reglur sem gilda í Íslenskri lofthelgi. Nýlega var sett í lög að eingöngu fjórir íslenskir flugvellir skyldu bera það sæmdarheiti að vera alþjóðlegir flugvellir í millilandaflugi. Þetta þýðir með öðrum orðum að ekki er heimilt að fljúga til og frá landinu frá öðrum flugvöllum, nema með sérstakri undanþágu.
Þetta hefur meðal annars það í för með sér að sumir flugmenn minni véla þurfa að leggja lykkju á leið sína til (eða frá) Evrópu og fara um Egilsstaðaflugvöll í stað þess að nýta sér Hornafjarðarflugvöll, sem er þó nær flugleið þeirra. Flestir flugmanna áforma millilendingu í Reykjavík, á leið sinni milli heimsálfa og eru margir hverjir að ferja flugvélar til nýrra eigenda.
Þetta hefur meðal annars það í för með sér að sumir flugmenn minni véla þurfa að leggja lykkju á leið sína til (eða frá) Evrópu og fara um Egilsstaðaflugvöll í stað þess að nýta sér Hornafjarðarflugvöll, sem er þó nær flugleið þeirra. Flestir flugmanna áforma millilendingu í Reykjavík, á leið sinni milli heimsálfa og eru margir hverjir að ferja flugvélar til nýrra eigenda.
Þessar vélar þarf að tollafgreiða og utan skrifstofutíma tekur Sýslumaðurinn á Seyðisfirði fyrir afgreiðslu eins hreyfils vélar í ferjuflugi á Egilsstaðaflugvelli (23. ágúst sl.) 13.980.-IKR. Sambærilegar tölur fyrir Reykjavík eru 2.000.-IKR en á Akureyri og í Keflavík er rukkað inn 3.900.-IKR.
- Hvað veldur þessum gríðarlega mun?
- Er Sýslumaðurinn á Seyðisfirði að fara að lögum eða eru hin embættin að gefa afslátt?
- Hvar í lögum er getið um slíkan afslátt?
Ekki eingöngu lenda flugmenn í auknum kostnaðu við að lengja flugtímann hjá sér, vegna lagabreytinganna, heldur eru þeir ofurseldir embætti sem virðist hafa sjálftöku í að "ræna" saklausa flugmenn þegar þeir álpast austur á Egilsstaðaflugvöll.
- Er þessi mismunun í anda nýsettra laga og í samræmi við þau lög sem eru í gildi um tollgreiðslu á loftförum?
- Hvernig ganga svona vinnubrögð upp gagnvart jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.