Grófleg vanvirðing við gestgjafana

Á Íslandi er mikið umburðarlyndi fyrir skoðnum annarra, en oft vill hinsvegar brenna við að þeir sem hafa sterkar skoðanir virða hvorki almennar leikreglur samfélagsins, sem elur önn fyrir þeim né virða það að aðrir hafa einnig fullan rétt á tjáningarfrelsi, lögum samkvæmt.

Þannig getur matvælaráðherran verið í nöp við hvalveiðar, en verður að fylgja lögum, þó lögin séu þvert á persónulega upplifun ráðherrans.

Einhverjum kann að finnast fáránlegt að keyra á hægri kantinum, en það sjá allir heilvita menn að það leiðir ekkert gott af sér að fara ekki að lögum í umferðinni.

Austurvöllur er ekki skilgreindur staður fyrir útilegu frekar en hólminn í Tjörninni. Fyrir nokkrum árum tjaldaði einstaklingur í Varphólmanum. Uppi varð fótur og fit út af einum einstaklingi og eftir stutta stund dreif að lögreglumenn með tæki og tól og fjarlægði mótmælandann.

Nú er öldin önnur og undilægjuhátturinn og meðvirknin nær nýjum hæðum, sem er ekki í neinu samhengi við lög á Íslandi né er sýnd háttvísi gagnvart gestgjafaþjóðinni.

Á hvaða vegferð eru þeir sem eru að hrópa á torgum um að tjaldbúarnir á Austurvelli eigi fullan rétt á þessum aðgerðum?

Þeir geta, eins og aðrir, mótmælt á Austurvelli á hófsamari hátt og í anda þess sem tíðkast hefur á þessum stað. 

Annað er helber dónaskapur.

 

 


mbl.is Ekki eðlilegt að breyta Austurvelli í tjaldbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góður og skorinorður pistill.........

Jóhann Elíasson, 21.1.2024 kl. 21:19

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Takk Jóhann.

Sjálfvirðing okkar er í frjálsu falli og því verður að veita smá viðspyrnu svo okkur verði fórnað í glórulausu kjaftæði um gæsku, sem ekkert á skylt við heilbrigða skynsemi.

Benedikt V. Warén, 24.1.2024 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband