Setjum Verðbólgudrauginn í megrun

Um síðustu aldamót var ég í samninganefnd FFR (Félag flugmálastarfsmanna ríkisins) og var þá búinn að búa til nokkrar útgáfur af útreikningi á launatöflu í EXCEL.  Unnið var með formúlur sem breytt gátu launatöflum á ýmsa vegu og létti á okkur í vinnu og einfölduðu kröfugerð okkar.

Þriggja þrepa samningur.
Hér með er lagt til að n.k. samningstíma verði skipt í þrjú jafnlöng tímabil, með þremur mismunandi reikniaðferðum á samningstímanum.

Fyrsta þrepið.
Ein útfærslan í hugsun minni var um launatöflu, sem var þannig útfærð að hægt var að setja umsamda krónutölu á lægsta launaflokkinn og láta EXCEL reikna sig í gegnum töfluna þannig að hæsti flokkurinn fengi núll krónur eða aðra upphæð sem væri valin.  Þetta er í einskonar andhverfan við prósentuhækkun, sem úthluta ávallt lægstu launaflokkunum fæstu krónunum í umslagið við undirritun samninga en þeir í efstu launaflokkunum bera mest út bítum.  Breytt fyrirkomulag yrði löngu tímabært verkefni við að leiðrétta áskapa skekkju í launatöflunum með prósentuútreikningi og ekki þarf að vera að flagga mismunandi útgáfum af eingreiðslu til þeirra lægstlaunuðu.

Með þessari útfærslu mundu þeir lægst launuðu fá mest strax, sem ávallt er yfirlýst markmið samninganefnda, en jafnan með sáralitlum árangri.

Annað þrepið.
Það er krónutöluhækkun upp alla launatöfluna, sem þá er í gildi.

Þriðja Þrepið.
Síðasta þrepið yrði síðan þessi sígilda prósentutölu hækkun á gildandi launatöflu.

Veikleikarnir.
Auðvita verður lítil hamingja hjá þeim sem fylla hæstu launaflokkana, en fram að þessu hafa þeir ávallt borið mest úr býtum og ættu því að geta setið á þjóhnöppum sínum í þetta sinn án þess að mögla.  Þessi útfærsla varðar þjóðarhag. 

Því ættu flestir að geta unað glaðir við sitt, því allir vinna ef verðbólgudraugurinn verður settur í stífa megrun eftir hátíðarnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband