4.2.2023 | 08:45
Ný brú á Lagarfljót er nauðsynjamál
Þessi fyrirsögn og frétt var í Morgunblaðinu 8. nóvember 1953 og síðan eru liðin tæp 70 ár.
Lagarfljótsbrúin er í grunnin frá 1905, endurbyggð 1906 og gerð tvíbreið 1958. Brúin er háð þungatakmörkunum og er til ama fyrir þungavinnuvélar, sem flytja þarf á milli staða og þarf í nokkrum tilfellum að fara um Lagafossvirkjun til að koma þungu tæki milli Fellabæjar og Egilsstaða.
Aðal vandamál brúarframkvæmda eru undanfarnar bæjarstjórnir á Mið-Héraði, sem ekki geta höggvið á þann Gordíonshnút sem búið er að hnýta svo hressilega, um hvar brú yfir Lagarfljótið á að vera í framtíðinni. Ástæðan er, að engin framtíðasýn er til í fórum bæjarfulltrúa í Múlaþingi, er varðar samgöngumál. Þessi staða setur jafnframt lengingu Egilsstaðaflugvallar í uppnám, vegna þess að ekki er hægt að lengja flugvöllinn, nema færa Þjóðveg eitt um tæpan kílómeter til suðurs.
Það rímar síðan engan vegin við háleita hugmyndir sömu fulltrúa um aukna umferð um flugvöllinn.
Flokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.